Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Refasmári er fjölær og áhugavert verður að fylgjast með hvort plönturnar lifa veturinn af. Myndir / Kristján Jóhannesson
Refasmári er fjölær og áhugavert verður að fylgjast með hvort plönturnar lifa veturinn af. Myndir / Kristján Jóhannesson
Fréttir 3. september 2019

Uppskeran refasmára minni en búist var við

Höfundur: Vilmundur Hansen
Kristján Jóhannesson á Bjarkarási 1 í Hvalfjarðarsveit gerði tilraun með að sá alfalfa, eða refasmára, á kvarthektara í sumar. Uppskeran sé minni en hann átti von á.
 
„Mig langaði að sjá hvernig refasmári, eða alfalfa, mundi dafna hér á landi eftir að ég las grein um plöntuna í Bændablaðinu síðastliðið haust og sáði smituðu fræi í kvarthektara í vor. Fræin spíruðu ágætlega og plönturnar rættu sig og hafa smám saman verið að tosast upp og stækka en þær eru talsvert misstórar. Sumarið hefur verið gott en þurrt og ég tel að þurrkurinn hafi hugsanlega dregið úr vextinum.
Það kom blóm á eina plöntu og ég varð afskaplega ánægður en svo urðu blómin ekki fleiri.“
Vöxtur refasmárans var misjafn í sumar og minnstur þar sem jörðin var þurrust.
 
Spenntur að sjá hvort  plantan lifi veturinn
 
Kristján segir að eftir að hann fór að hafa áhyggjur af þurrkinum hafi hann lagt vatnsleiðslu niður að spildunni og farið að vökva plönturnar reglulega. Hann segist ekki frá því að vöxturinn hafi verið minni á þurrustu stöðum á spildunni en þar sem raki var meiri. 
 
„Ég er samt ekki búinn að gefast upp. Refasmári er fjölær planta og ég hef lesið að vöxturinn geti verið hægur til að byrja með en aukist með árunum og nú er að sjá hvort plönturnar lifa veturinn af og herði á vextinum næsta sumar.“
 
Ég er reyndar ekki viss hvort ég eigi að láta plönturnar standa eða slá þær fyrir veturinn og reyni því kannski bæði. Slái hluta og láti hluta standa.“
 
Hestarnir hrifnir 
 
Kristján segist hafa prófað að gefa hestum tuggu af ferskum refasmára og að þeir hafi rifið hana í sig með bestu lyst. „Ég smakkaði plöntuna líka og finnst hún ágæt á bragðið og ætti alveg að henta í salat.“     /VH
Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...