Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mikill samdráttur í sölu á handprjónabandi er ein helsta ástæðan fyrir rekstrarvanda Ístex.
Mikill samdráttur í sölu á handprjónabandi er ein helsta ástæðan fyrir rekstrarvanda Ístex.
Fréttir 23. október 2025

Uppsagnir og lækkað afurðaverð til bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Upplýsingafundur um rekstrarvanda ullarvinnslufyrirtækisins Ístex var haldinn 14. október, en eins og fram hefur komið í fréttum hér í blaðinu hefur félagið ekki tekist að standa í skilum við sauðfjárbændur á þessu ári um greiðslur vegna ullarinnleggs.

Á fundinum kom fram að ullarverð til bænda fyrir næsta ár lækkar talsvert í öllum flokkum vegna stöðunnar.

Dregið úr framleiðslu

Gunnar Þórarinsson, stjórnarformaður félagsins, útskýrði að hluti vandans væri einnig sá, að á árunum 2023 og 2024 hafi verið ráðist í fjárfestingar í tækjabúnaði til að mæta þeirri sívaxandi eftirspurn sem var á þeim tíma.

Þá hafi sértækar lánafyrirgreiðslur hjá viðskiptabanka Ístex ekki verið í boði.

Í máli Gunnars koma fram að vegna fjárhagsvandans hafi Ístex þurft að segja upp fjölda starfsfólks og draga úr framleiðslu til að minnka framleiðslukostnað.

Hagræðingaraðgerðir farnar að skila árangri

Á fundinum kom fram að enn væri ekki ljóst hvenær hægt yrði að standa í skilum við bændur, greiðsluvandann væri hægt að rekja til slæmrar lausafjárstöðu. Fjárhagsstaða félagsins væri þó mun betri nú en síðasta vor enda sala mun betri en fyrir ári síðan, þegar mikill samdráttur varð í sölu á handprjónabandi. Sala hafi einnig verið treg á handprjónabandi í vor.

Fram kom að hagræðingaraðgerðir væru einnig farnar að skila árangri.

Sagði Gunnar að lokum að verkefnið framundan væri að reyna að auka sölu á öllum framleiðsluvörum Ístex og leita leiða til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sauðfjárbændum. Ef núverandi aðgerðir dygðu ekki, ætti Ístex verðmætar eignir sem hægt væri að selja og þannig útvegað nægilegt lausafé til að geta mætt þeim

Skylt efni: Ístex

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...