Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Unnið er að því að fá landnámskyn íslensks búfjár skráð á lista UNESCO
Fréttir 18. desember 2014

Unnið er að því að fá landnámskyn íslensks búfjár skráð á lista UNESCO

Höfundur: Vilmundur Hansen

Unnið er að því að fá íslensku landnámskynin skráð á lista yfir íslenskar menningarerfðir hjá UNESCO.

Íslensku búfjárkynin eru þjóðargersemar, erfðaauðlindir sem búa yfir miklum fjölbreytileika sem ber að varðveita.

Það eru óáþreifanleg menningar­verðmæti í íslensku búfjárkynjunum sem tengjast verkkunnáttu og nýtingu land­búnaðarkynjanna, m.a. tegund náttúru Íslands. Hætta er talin á  að þetta glatist sé ekki stigið varlega til jarðar til framtíðar.

Ólafía Kristín Bjarnleifsdóttir, ein af talsmönnum þeirra sem vilja láta vernda kynin, segir unnið að umsókn til UNESCO hjá menningar- og menntamálaráðuneytinu „Málið er enn á frumstigi en langt í land með að vinnu við umsóknina sé lokið.“


Verndun kynjanna er mikilvæg vegna sjúkdómavarna, sérstaklega þar sem íslensk landbúnaðarkyn eru laus við fjölda sjúkdóma sem önnur lönd kljást við. Fjölbreytnin í erfðaefni er mikil og hér á landi hefur ekki orðið sú eyðing erfðaefnis sem þekkt er víðast hvar erlendis. Einangrun landsins og mikil varfærni gagnvart innflutningi á búfé og dýraafurðum hafa einnig skipt miklu máli.

Nýja-Sjáland er helsta út­­flutn­ings­land heims í kindakjöti og mjólkurvörum. Þar gilda mjög ströng skilyrði um innflutning dýra og plantna, nánast bann hvað við kemur búfé. Á vegum Sameinuðu þjóðanna er unnið markvisst í landbúnaðarstofnun þeirra, FAO, við skráningu og aðgerðir til að stuðla að varðveislu erfðaefnis búfjár og nytjajurta um allan heim.

Glöggt dæmi um afleita þróun er á Indlandi, þar sem gömul nautgripakyn eiga í vök að verjast, kyn sem henta vel loftslagi og aðstæðum, samtals 37 að tölu. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu vegna innflutnings á erlendum kynjum frá Evrópu og Norður-Ameríku sem blandað er stjórnlaust við innlendu kynin. 

Skylt efni: Búfé

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...