Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áformað er að dagsframleiðsla á tómötum verði 13 tonn árið 2025.
Áformað er að dagsframleiðsla á tómötum verði 13 tonn árið 2025.
Fréttir 1. febrúar 2024

Undirbúningur gengur vel fyrir risagarðyrkjustöð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Undirbúningsvinna gengur vel fyrir verkefni Landnýtingar, sem felst í því að reisa risagarðyrkjustöð á iðnaðarsvæði í Árnesi, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Frá þessum áformum var greint hér í blaðinu í byrjun september, þar sem fram kom að fyrsta fasa ætti að vera lokið strax á næsta ári og að heildarframleiðslan yrði þá um 13 tonn af tómötum á dag en gert var ráð fyrir að stöðin stæði þá á sex hektara landi. Fullbúin myndi stöðin ná yfir 26 hektara og skila 56 tonna tómataframleiðslu dag hvern sem vonir standa til að verði árið 2027.

Samkomulag um 30 ha land

Að sögn Óttars Makuch, framkvæmdastjóra Landnýtingar, miðar verkefninu vel áfram og fjármögnun gengur vel. Hann segir að þegar fjármögnun verði lokið, hefjist framkvæmdir.

Í upphaflegum áformum var gert ráð fyrir að framkvæmdir myndu hefjast strax á þessu ári, ef allt gengi samkvæmt áætlun.

Samkomulag var undirritað í lok ágúst við Sveitarfélagið Skeiða- og
Gnúpverjahrepp um uppbyggingu á garðyrkjustöðinni, en í því er Landnýtingu tryggðir 30 hektara lands á svæðinu og gildir það í 12 mánuði. Á því tímabili skuldbindur sveitarfélagið sig til að úthluta
lóðinni eða svæðinu ekki til annarra aðila. Stefnt er að því að á þessum tíma verði undirritaður skuldbindandi samningur um skipulagsvinnuna fram undan, úthlutun lóða og verkefnið í heild til framtíðar.

Engin ljósmengun

Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að samkvæmt hans upplýsingum gangi vinna við að tryggja fjármögnun verkefnisins vel.

„Ég fór með forsvarsmönnum Landnýtingar til Hollands í nóvember að skoða hús og framleiðslu eins og stefnt er að að reisa hjá okkur og var ferðin mjög áhugaverð.

Búnaðurinn í gróðurhúsunum kemur algjörlega í veg fyrir ljósmengun frá húsunum sem er eini þátturinn sem við höfðum áhyggjur af,“ segir sveitarstjórinn.

Hann telur ljóst að allar forsendur séu fyrir því að byggja upp slíka framleiðslu á Íslandi á stórum skala og hefur fulla trú á að verkefnið raungerist og uppbyggingin hefjist á þessu eða næsta ári. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f