Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Talið er að umtalsvert færri sláturlömb nú miðað við síðustu sláturtíð, megi rekja meðal annars til áhrif ótíðarinnar í fyrra á frjósemi ánna.
Talið er að umtalsvert færri sláturlömb nú miðað við síðustu sláturtíð, megi rekja meðal annars til áhrif ótíðarinnar í fyrra á frjósemi ánna.
Mynd / smh
Fréttir 11. september 2025

Um 80% af sláturfé frá Blönduósi á Sauðárkrók og Hvammstanga

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ekki verður slátrað hjá Kjarnafæði Norðlenska (KN) á Blönduósi sem þýðir að hlutur þess í sauðfjárslátrun dreifist að mestu á fjögur sláturhús, en um 70 þúsund fjár var slátrað á Blönduósi í síðustu sláturtíð.

Aukning er í bókunum hjá þeim öllum. Kaupfélag Skagfirðinga (KS ) og SKVH reka sláturhús hvort sinum megin við Blönduós, bæði á Hvammstanga og á Sauðárkróki. Samkvæmt Einari Kára Magnússyni aðstoðarsláturhússtjóra KS, er útlitið ágætt með pantanir og von á nokkurri fjölgun. Á Sauðárkróki erum við að fjölga um svona 23 þúsund frá því í fyrra og förum í um 114 þúsund – sem samt nær ekki þeim fjölda sem var slátrað á árunum 2017 til 2018. Á Hvammstanga fjölgar um 20 þúsund og við gerum ráð fyrir að alls verði 110 þúsund fjár slátrað þar.“

Væn lömb

Einar Kári telur að um 80% af sláturfénu frá Blönduósi fari til sláturhúsanna á Hvammstanga og Sauðárkróki. „Á landsvísu gerum við ráð fyrir að dilkum sem slátrað verði nú fækki niður í 390 þúsund, en um 404 þúsund var slátrað í fyrra. Árið í fyrra var erfitt hvað varðar tíðarfar og frjósemin eftir því. Þótt bændum hafi ekki fækkað að ráði þá er samt þessi fækkun. Ég hef sjálfur heyrt í mörgum bændum sem eiga 100–200 færri sláturlömb en í fyrra, aðallega út af langtíma áhrifum ótíðarinnar í fyrra á frjósemi ánna,“ segir Einar Kári.

Hann segir að gott útlit sé með vænleika lambanna, haustbeitin líti talsvert betur út en í fyrra. Ásókn í slátrun fyrstu vikurnar er örlítið meiri en verið hefur, en þá er mesta álagið greitt. Einar reiknar með að mestur álagspunktar slátrunar verði í 37. viku, í kringum 11. og 12. september, en þá er greitt 20% álag og byrjað að rétta víða í Húnavatnssýslum og í Skagafirðinum. „Ég spái því að vænleikinn fari upp um 600–700 grömm. Meðalfallþungi í fyrra var um 16,5 kíló, en 16,9 kíló að meðaltali síðustu fimm ár. Ég á von á því að hún fari aðeins yfir 17 kílóin núna.“

Hagræðing í kjötvinnslu í vetur

Sláturhúsið á Blönduósi er í eigu KN. Ákvörðun um að loka því er liður í hagræðingu í rekstri félagsins en mikill taprekstur var þar á síðasta ári. Einar Kári segir að í vetur sé horft til hagræðingar í rekstri á kjötvinnslum undir KS og KN.

Eftir ár ættu svo bændur að geta vænst þess að fá hagstæðara afurðaverð, þegar frekari hagræðingu í úrvinnsluferlinu hefur verið hrint í framkvæmt.

Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri KN, segir að þrátt fyrir samdrátt í heildarfjölda sláturfjár á landinu á milli ára verður aukning í slátrun á Húsavík, þar sem sláturhúsinu á Blönduósi hefur verið lokað. Í sláturhúsi KN á Húsavík stefni í slátrun á um 90 þúsund fjár en var um 85 þúsund í sláturtíðinni 2024, sem er aukning um tæp sex prósent.

Líkt og annars staðar er greitt álag á sláturfé fyrstu vikur slátrunar á Húsvík, en Ágúst Torfi segir að færra fé komi til slátrunar hjá þeim nú á þessum tíma. Erfitt verði að fullnýta sláturgetu hússins fyrstu daga sláturtíðar.

Aukning um 5% hjá SS

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að hann geri ráð fyrir að um 99 þúsund fjár komi til slátrunar hjá þeim, sem þýði um 5% aukningu.

„Eins og mörg undanfarin ár eru álagsgreiðslur fyrstu vikurnar til að hluti bænda sjái sér hag í því að láta slátra þá og bæta nýtingu sláturtímans. Þessar vikur verða vel nýttar hjá okkur,“ segir hann.

Skylt efni: sláturtíð

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...