Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þau eru glæsileg trjáhýsin í Trydal og sérstök upplifun að gista svo hátt uppi, í um sjö metra hæð frá jörðu.
Þau eru glæsileg trjáhýsin í Trydal og sérstök upplifun að gista svo hátt uppi, í um sjö metra hæð frá jörðu.
Fréttir 5. febrúar 2018

Trjáhýsi verða að glæsilegum bústöðum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Fyrir fimm árum voru hjónin Åse Kristine Mæsel Trydal og Jens Trydal á ferðalagi í Brumunddalnum í Noregi þar sem þau gistu eina nótt með fjölskylduna í sérstöku trjáhýsi sem var í raun bústaður. Allir fjölskyldumeðlimir urðu dolfallnir yfir þessarri upplifun að „gista hátt uppi í tré“ svo þegar ungu hjónin komu heim til Gjerstad í Austur-Agðir fylki byggðu þau sitt eigið trjáhýsi sem er nú orðið að vinsælli ferðaþjónustu hjá þeim. 
 
„Á þessum tíma höfðum við nýlega tekið við sveitabæ af foreldrum mínum í Trydal í Gjerstad og við gengum með þá hugmynd í maganum að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt sem gæti jafnvel skapað störf. Í dag höfum við byggt þrjú slík tréhús og gestirnir streyma til okkar, þetta er gríðarlega vinsæll gistimöguleiki. Åse er búin að segja upp vinnunni sinni sem kennari til að sjá um rekstur á trjáhýsunum í fullri vinnu allt árið,“ útskýrir Jens. 
 
Trén fara í „læknisskoðun“ fyrir byggingu
 
Nú eru gestir allt árið í tréhúsunum þremur og gengur reksturinn framar vonum að sögn þeirra hjóna. Húsin eru með sérstakri vetrareinangrun og eru hituð upp á veturna með viðarkyndingu. 
 
„Krákuhöllin, sem er eitt af húsunum, er með vatni og rafmagni á meðan Gaukshreiðrið og Flåklypa eru með sólarsellu og gasi. Annars er það ákveðin áskorun og önnur byggingaraðferð að byggja svona í og við tré. Það eru í raun ekki margir sem kunna það hér í Noregi og við höfum þurft að sækja okkur mikla sérþekkingu fyrir þessi verkefni. Við höfum fengið góða hjálp hjá þeim aðilum sem reka sambærilega ferðaþjónustu uppi í Brumunddal og við höfum fengið ráðgjafa hér af svæðinu til að skoða burðarþolsreikninga og smíði á húsunum,“ útskýrir Jens og segir jafnframt:
 
„Skipulags- og umsóknarferlið var mjög krefjandi og tók eiginlega meiri tíma en við höfðum þolinmæði til! Við höfum þó verið svo heppin að allt gekk þetta á endanum og við erum með mjög duglegan og góðan arkitekt og gott smíðafyrirtæki. Trén sem um ræðir við bygginguna þurfa að undirgangast ákveðna „læknisskoðun“ áður en hægt er að hefjast handa til að tryggja að þau þoli sjálf húsin. Síðan er auðvitað ákveðin áskorun að byggja 7 metrum fyrir ofan jörðu.“
 
Mikil og erfið vinna undanfarin ár
 
Hjónin eru tilnefnd í ár af Nýsköpunar­sjóði Noregs (Innovasjon Norge) sem handhafar að verðlaunum fyrir framúrskarandi þróun fyrirtækja sem tengjast landbúnaði og ferðaþjónustu til sveita. 
 
„Við vorum svo heppin að við fengum þessi verðlaun hér í Austur-Agðir árið 2017 en síðan erum við með í pottinum fyrir landið allt svo það á eftir að koma í ljós hvernig það fer. Það kom okkur virkilega á óvart og var mjög ánægjulegt fyrir okkur að fá þessi verðlaun. Slík verðlaun hafa mikla þýðingu og sýna að okkur hefur tekist til með þessa miklu og erfiðu vinnu sem við höfum verið í undanfarin ár. Þetta hvetur okkur líka áfram með verkefnið okkar, það er ekki spurning,“ segir Jens og bætir við:
 
„Okkar áætlun var og er að hvíla okkur örlítið á að byggja á þessu ári því síðustu þrjú ár höfum við stöðugt verið með tréhús í byggingu og finnum að við þurfum aðeins að fá pásu frá því í einhvern tíma. Við viljum því nýta tímann núna til að skoða fleiri möguleika með þetta verkefni og fleira sem við erum með á prjónunum en trjáhýsin hafa veitt okkur mikla hvatningu og ekki hvað síst allt það fólk sem hefur komið hér og notið þess að búa í þeim til lengri eða skemmri tíma.“ 

8 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...