Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tíu milljónir manna gætu soltið til dauða
Fréttir 19. október 2015

Tíu milljónir manna gætu soltið til dauða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þurrkar sem tengjast veðurfyrirbærinu El Nino hafa valdið uppskerubresti í Afríku og Suður-Ameríku á árinu. Talið er að 10 milljónir manna á fátækustu svæðum heims geti soltið í hel berist þeim ekki aðstoð.

Verst er ástandið talið vera í Eþíópíu þar sem um 4,5 milljónir manna berjast við matarskort. El Nino-fyrirbærið hefur valdið löngum þurrkaskeiðum í löndum í Afríku eins og Eþíópíu og Malaví og uppskerubresti í kjölfarið. Eftir að þurrkaskeiðinu lauk í Malaví rigndi um tíma svo mikið að flóð eyðilögðu um 30% af væntanlegri maísuppskeru í landinu. Á sumum svæðum í Suður-Ameríku hafa þurrkarnir staðið í tvö ár og víða ekki stingandi strá að finna. Mælingar sýna einnig að farið er að draga úr lengd regntímabila á Indlandi og í Suðaustur-Asíu.

El Nino-veðurfyrirbærið sem veldur þurrkunum hefur verið að færast í aukana undanfarna áratugi og er það talið tengjast auknum loftslagshita. Talið er að El Nino ársins 2015 sé það öflugasta frá 1998 en í kjölfar þess brutust út skógareldar og uppskerubrestur varð víða um heim.

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...