Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Borðeyri við Hrútafjörð.
Borðeyri við Hrútafjörð.
Fréttir 29. apríl 2019

Tíu mánaða bið eftir staðfestingu ráðherra

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mennta- og menningarmála­ráðherra hefur enn ekki skrifað undir staðfestingu á því að hluti Borðeyrar verði verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru liðnir frá því sveitarstjórn Húnaþings vestra óskaði eftir því.
 
Þann 19. maí 2018 samþykkti sveitarstjórn að hluti Borðeyrar verði verndarsvæði í byggð vegna menningarsögulegs gildis og ásýndar svo auðveldara verði að vernda sérkenni byggðakjarnans í komandi skipulagsvinnu. Þann 30. maí óskaði sveitarfélagið eftir staðfestingu mennta- og menningarmálaráðherra, eins og kveðið er á um í lögum að þurfi að gera.
 
Í millitíðinni hefur Minjastofnun sent inn sína umsögn og mælir stofnunin með staðfestingu. Töfin hefur hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri og uppbyggingu ferðaþjónustu í Hrútafirði, að því er fram kemur í fundargerð byggðarráðs Húnaþings vestra.
 
Byggðarráð Húnaþings vestra harmar þessi vinnubrögð og hvetur ráðherra til að klára málið sem fyrst. Þetta kemur fram á fréttavefnum huni.is.

Skylt efni: Borðeyri

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...