Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Tillaga að 140 milljón lítra greiðslumarki mjólkur 2015
Fréttir 22. september 2014

Tillaga að 140 milljón lítra greiðslumarki mjólkur 2015

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði leggja til Framkvæmdanefnd búvörusamninga og landbúnaðarráðherra að greiðslumark mjólkur á næsta ári verði 140 milljónir lítra. Þetta er 12% aukning frá yfirstandandi ári og endurspeglar mikla söluaukningu mjólkurafurða og þörf fyrir auknar birgðir til að mæta sveiflum í framleiðslu og sölu. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda.

Undanfarin misseri hefur orðið mikil söluaukning, einkum í fitumeiri vörum á borð við smjör, rjóma, osta og nýmjólk.  Samtök afurðastöðva telja að þetta endurspegli gæði framleiðslunnar, hóflegt verð og trú neytenda á hollustu íslenskra mjólkurafurða. Bændur hafa brugðist við söluaukningu með því að fjölga kúm og leggja áherslu á aukna nyt.

Samhliða þessari aukningu á greiðslumarkinu mun Landssamband kúabænda leggja til breytingar á innbyrðis skiptingu beingreiðslna þannig að:


•Hlutdeild A-hluta verði 40% (var 47,67%).
•Hlutdeild B-hluta verði 35% (var 35,45%).
•Hlutdeild C-hluta verði 25% (var 16,88%). ◦Skipting C-greiðslna milli mánaða verði 15% pr. mánuð júní-nóvember og 10% í desember.


Jafnframt verði framleiðsluskylda vegna A-hluta beingreiðslna verði 100% árið 2015, en hún er 95% í ár. Þessar breytingar eru í fullu samræmi við tillögu aðalfundar LK 2014 um þessi málefni.

Þá skal tekið fram að aukning á greiðslumarki mjólkur hefur ekki áhrif á upphæð opinbers stuðnings við mjólkurframleiðsluna./
 

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f