Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þunglyndislyf og atferli fiska
Fréttir 12. mars 2019

Þunglyndislyf og atferli fiska

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega var birt grein sem ber heitið „Behavioural alterations induced by the anxiolytic pollutant oxazepam are reversible after depuration in a freshwater fish“ í tímaritinu Science of the Total Environment, þar sem Magnús Thorlacius, sérfræðingur á botnsjávarlífríkissviði Haf­rannsóknastofnunar, er einn höfunda.

Á vef Hafrannsóknastofnunar segir að mengandi efni frá lyfjaiðnaði hafi fundist í náttúrunni víðs vegar á jörðinni en rannsóknir hafa nýverið leitt í ljós margs konar neikvæð áhrif á heilsu villtra dýra.

Þar á meðal eru efni á borð við benzodiazepam, sem er virka efnið í þunglyndislyfinu oxazepam, og getur borist út í umhverfið með þvagi neytenda. Slík lyf verða sífellt útbreiddari, en í vatnakerfum þéttbýlla svæða getur styrkleiki þeirra náð slíkum hæðum að atferli fiska gjörbreytist. Hingað til hefur hins vegar lítið verið skoðað hvort áhrifin séu afturkræf. Í greininni var sýnt fram á að þunglyndislyfið oxazepam, í styrkleika sem er að finna í ánni Fyrisån í sænsku borginni Uppsölum, breytir atferli vatnaflekks (Lota lota), en að áhrifin ganga til baka eftir fáeina daga í hreinu vatni.

Fiskarnir urðu minna varir um sig og meira aktívir á meðan lyfjanna var vart og þar af leiðandi auðveldari bráð fyrir ránfiska og fugla. Mikil áhersla hefur víða verið lögð á að rannsaka áhrif lyfja sem þessara á vatnalífverur, sem hefur sýnt sig að eru misnæmar fyrir lyfjunum, en lítið verið skoðað hvort áhrifin séu afturkræf. Hér er sýnt fram á að til er allavega ein tegund sem verður ekki fyrir varanlegum áhrifum af þunglyndislyfinu oxazepam.

Tilraun þessi átti sér stað í Svíþjóð þar sem áhrif mengunar frá lyfjaiðnaði hefur verið rannsökuð í tæpan áratug í kjölfar þess að hár styrkleiki þunglyndislyfja mældist í ám og vötnum í og við þéttbýli.

Hvort áhrif sem þessi eigi sér stað á Íslandi er ekki vitað en þau hafa lítið verið rannsökuð. Þéttleiki byggðar hér á landi er augljóslega lægri en í erlendum stórborgum en notkun þunglyndislyfja á Íslandi er á móti mjög algeng.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...