Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sölvatekja hefur lengi verið stunduð á Íslandi. Söl innihlada ekki mikið af joði en geta innihaldið eitthvað af kadmíum.
Sölvatekja hefur lengi verið stunduð á Íslandi. Söl innihlada ekki mikið af joði en geta innihaldið eitthvað af kadmíum.
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Fréttir 2. mars 2023

Þörf á löggjöf um matvælaöryggi fyrir sjávargróður

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þang og þara má nú í auknum mæli finna í matvörum, fæðubótarvörum og matvælaumbúðum á Íslandi, en þessi næringarríki og bragðmikli sjávargróður hefur af mörgum verið talið vannýtt hráefni.

Grímur Ólafsson, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá MAST.

Í niðurstöðum úr samnorrænu verkefni kemur fram að þörf sé á samræmdri löggjöf um matvælaöryggi hans, en mælingar gefa til kynna að of mikið magn óæskilegra efna sé að finna í sumum tegundum.

Ísland var þátttakandi í verkefninu og tók Grímur Ólafsson, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, þátt í vinnunni. Hann segir að ein helsta niðurstaða verkefnisins sé sú að aðaláhættan stafi af þungmálminum kadmíum og ólífrænu arseni, sem er eitraður málmungur, ásamt joði.

Talsvert magn kadmíums mældist

Joð er nauðsynlegt snefilefni, en bæði of lítil neysla og of mikil neysla getur verið skaðleg heilsu Sumar matvörur sem gerðar eru úr þangi innihalda mjög mikið magn af joði og þess vegna er joð flokkað sem hættulegt í þessu samhengi. Sem dæmi má nefna að Landlæknisembættið mælir alls ekki með að barnshafandi konur noti þara eða þaratöflur sem joðgjafa þar sem hann getur innihaldið joð í stærri skömmtum en æskilegt er að neyta á meðgöngu og einnig efni sem geta verið skaðleg fyrir fóstrið,“ segir Grímur.

Að sögn Gríms fer magn þungmálma og joðs í þangi og þara meðal annars eftir aldri sjávargróðursins, tegund, vaxtarsvæði og vatnsgæðum. „Talsvert magn af kadmíum mældist í nokkrum tegundum, til dæmis beltisþara og klapparþangi. Ólífrænt arsen finnst í nokkru magni í hrossaþara.

Mikill munur getur verið bæði innan tegundar og á milli tegunda. Dæmi um þangtegundir sem geta innihaldið mikið magn af joði eru beltisþari, hrossaþari og stórþari – og hafa gildi í þeim mælst allt að 10.000 milligrömm á kíló.“

Stöðugt fleiri aðilar hafa sótt í nytjar á ýmsum gerðum á þangi síðustu ár til framleiðslu á mat- og fæðubótarvörum. „Helst ber þar að nefna söl, en einnig beltisþara og stórþara,“ segir Grímur.

Söl innihalda ekki mikið af joði en geta innihaldið eitthvað af kadmíum. Eftirlit með starfsemi þessara fyrirtækja er hjá Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga nema ef um er að ræða þang sem notað er til fóðurgerðar, þar er eftirlit í höndum Matvælastofnunar. Það eru engar sérstakar reglur sem gilda fyrir þang og þara, aðrar en almennar reglur um heilnæmi matvæla sem er að finna í matvælalögum. Það er ein af ábendingunum í skýrslunni að það vantar sérstaka löggjöf á þessu sviði.“

Sértæk löggjöf fyrir þang og þara

Grímur telur að skýrslan verði notuð til að búa til lagaumgjörð og leiðbeiningarefni. „Í skýrslunni kemur fram að höfundar vonist til að hún geti orðið innlegg inn í umræður um sértæka evrópska löggjöf fyrir þang og þara. Slíka löggjöf vantar eins og staðan er í dag. Markmið okkar er einnig að skýrslan verði bakgrunnsefni fyrir leiðbeiningar sem ætlaðar verði fyrir eftirlitsfólk Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits. Sú vinna er reyndar þegar hafin. Danska matvælaöryggisstofnunin er að vinna slíkar leiðbeiningar og við hjá Matvælastofnun höfum óskað eftir að fá að fylgjast með þeirri vinnu.“

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...