Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þingsályktunartillaga um endurskoðun á lagaumhverfi varðandi uppkaup á landi
Fréttir 7. apríl 2017

Þingsályktunartillaga um endurskoðun á lagaumhverfi varðandi uppkaup á landi

Þingsályktunartillaga um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi var lögð fram á Alþingi 20. mars síðastliðinn. 
 
Er þetta í fjórða skiptið á síðustu sex löggjafar­þingum sem málið er lagt fram í óbreyttri mynd og í greinargerð með henni kemur fram að tilefnið sé enn hið sama; að enn kaupi erlendir auðmenn mikilvægar landareignir á Íslandi.
 
Flutningsmenn eru Svandís Svavarsdóttir, Lilja Rafney Magnús­dóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson.
 
Komið í veg fyrir uppkaup erlendra aðila á landi
 
Í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að ríkisstjórninni verðið falið að láta endurskoða lög og reglugerðir er varða uppkaup á bújörðum og öðru nytjalandi, svo og óbyggðum. Markmið með endurskoðuninni verði meðal annars: 
  • Að setja skýrar reglur sem miði 
  • að því að koma í veg fyrir uppkaup erlendra aðila, sem ekki hafa hér lögheimili og fasta búsetu, á landi; 
  • Að huga að almennum við-
  • miðum, svo sem landstærð, nýtingu landgæða og fjölda landareigna sem heimilt er að sé á hendi eins og sama aðila; 
  • að horfa til umhverfissjónarmiða
  • og ákvæða um almannarétt í allri lagaumgjörð og taka þar m.a. mið af sérstökum aðstæðum varðandi landbúnaðarland, óbyggðir og náttúruauðlindir (svo sem vatn og jarðhita); 
  • að tryggja samræmi í réttarheimildum. 
Ekki skipað í starfshóp Gunnars Braga
 
Eitt af síðustu embættisverkum Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra, var að stofna þriggja manna starfshóp til að leggja mat á það hvaða takmarkanir komi helst til greina til að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins. Kom það í kjölfar áralangrar umræðu í þjóðfélaginu um kaup erlendra aðila á bújörðum á Íslandi. 
 
Hópnum var ætlað að skoða þær takmarkanir sem er að finna í löggjöf nágrannalanda Íslands eins og Noregs, Danmörku og Möltu og rúmast innan EES-samningsins. 
 
Bændasamtök Íslands tilnefndu Einar Ófeig Björnsson sem sinn fulltrúa í hópinn. Hann segir að það hafi enn ekki verið formlega skipað í hópinn. Gert var ráð fyrir að hópurinn skilaði tillögum sínum í júní 2017 í síðasta lagi. 

Skylt efni: uppkaup á landi

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f