Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Það var allt skemmtilegt við rófnaræktina
Mynd / Vigdís Sigurðardóttir
Fréttir 19. ágúst 2019

Það var allt skemmtilegt við rófnaræktina

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Ég var nú hálf hikandi fyrst og vildi helst ekki láta mynda mig en svo sé ég ekki eftir því, þetta var mjög gaman og kemur vel út á sýningunni í Húsinu, ég er alveg hissa hvað margir eru búnir að skoða myndirnar af gamla karlinum,“ segir Gummi á Sandi eins og hann er alltaf kallaður og skellihlær, aðspurður um viðtökurnar við ljósmyndasýningunni „Rófu­bóndinn“ í Húsinu á Eyrar­bakka. 
 
Vigdís Sigurðardóttir áhuga­ljósmyndari fylgdi Gumma eftir í eitt ár. Guðmundur Sæmundsson, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur á Eyrarbakka en uppalinn á Hrauni í Ölfusi en fluttist þaðan rúmlega tvítugur á Eyrarbakka. Eiginkona  hans er Þórey Straum og eiga þau samtals fimm börn.
 
Gummi á Sandi á Eyrarbakka. Áhugaljósmyndarinn Vigdís Sigurðardóttir fylgdi Guðmundi Sæmundssyni eftir á heilu ræktunarári frá sáningu að vori fram að uppskeru og söluferlinu að hausti og vetri. Myndirnar og glefsur úr viðtölum við Gumma, auk gripa sem tengjast rófurækt eru nú til sýnis í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. 
 
 
Meðaluppskeran 60 tonn á ári
 
Gummi þótti mjög góður rófubóndi og náði miklum árangri í ræktun á rófum enda vakinn og sofinn yfir rófunum sínum. Hann þurfti að hætta í vor vegna veikinda. „Meðaluppskeran í öll þessi ár var um 60 tonn á ári en mesta uppskeran var árið 1996 en þá fékk ég 130 tonn upp úr görðunum. Ég notaði alltaf mjög gott fræ, eða Kálfafellsfræið, sem var fyrst framleitt á Kálfafelli í Öræfum og svo hefur Hannes Jóhannsson í Stóru-Sandvík í Árborg tekið við ræktun fræsins með miklum sóma. Það kallast í dag „Sandvíkurrófufræ“. Það var allt skemmtilegt við rófnaræktina, að fylgjast með vextinum og sjá hvað uppskeran yrði mikil að hausti og hvernig verð maður fengi,“ segir Gummi.
 
Strákarnir biluðu ekki
 
Það var mikil törn á hverju hausti hjá Gumma að ná rófunum upp úr görðunum en þá naut hann aðstoðar stálpaðra skólastráka á Eyrarbakka og fjölskyldu sinnar. „Það var frábært að hafa skólastrákana, sem héldu alltaf tryggð við mig. Við tókum allt upp með höndum, ég notaði aldrei vélar, þær gátu bilað en skóla­strákarnir biluðu aldrei,“ segir Guðmundur og skellir upp úr.
 
Menn gefast upp
 
Gummi segir að það sé erfitt að rækta rófur eins og það hefur sýnt  sig, því margir sem  hafa byrjað og ætlað að græða á tá og fingri hafa hætt fljótlega. „Það er svo margt sem getur komið upp á, kálflugan reynist t.d. mörgum mjög erfið og alls lags skorkvikindi, brandyglan er mjög erfið í sandinum, hún étur plönturnar, menn gefast einfaldlega upp.“
 
Sýningin í Húsinu á Eyrarbakka er opin frá kl. 11.00 til 18.00 alla daga til 1. september í haust.
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...