Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Tengsl milli framtíðar velskrar tungu og landbúnaðar
Fréttir 20. ágúst 2025

Tengsl milli framtíðar velskrar tungu og landbúnaðar

Höfundur: Þröstur Helgason

Landbúnaðarsýningar, kjötmarkaðir og fundir samvinnufélaga bænda eru á meðal fárra viðburða í almannarýminu þar sem velska er enn töluð. Framtíð tungumáls Veilsverja hangir því saman við viðgang landbúnaðar í landinu, að mati bænda og sérfræðinga sem tóku þátt í pallborðsumræðum á fundi velsku bændasamtakanna.

Skoðanakönnun frá 2021 leiddi í ljós að meira en 43% fólks í landbúnaði í Veils, skógrækt og fiskveiðum tali velsku, fleiri en í nokkrum öðrum atvinnugreinum. Þetta á sérstaklega við í sýslum þar sem landbúnaður er meginatvinnugrein, svo sem Ceredigion, Gwynedd og Anglesey. Framinguk.com segir frá.

Í umræðunum kom fram að bændafjölskyldur séu margar hverjar samsettar af fólki af nokkrum kynslóðum sem varðveita bæði tungumálið og landið með því að hinir eldri miðla þekkingunni til þeirra yngri, jafnt á búnaðarháttum sem á velskum málhefðum, málsháttum og örnefnum.

Einn úr forystusveit bændasamtaka landsins, Alun Owen, sagði að loknum fundinum að ekki væri hægt að líta fram hjá því að landbúnaður gegndi mikilvægu hlutverki við varðveislu velskrar tungu og menningarhefðar. „Ef vilji er til að varðveita tunguna þá er mikilvægt að stjórnvöld styðji betur við velskan landbúnað.“

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...