Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Tengsl milli framtíðar velskrar tungu og landbúnaðar
Fréttir 20. ágúst 2025

Tengsl milli framtíðar velskrar tungu og landbúnaðar

Höfundur: Þröstur Helgason

Landbúnaðarsýningar, kjötmarkaðir og fundir samvinnufélaga bænda eru á meðal fárra viðburða í almannarýminu þar sem velska er enn töluð. Framtíð tungumáls Veilsverja hangir því saman við viðgang landbúnaðar í landinu, að mati bænda og sérfræðinga sem tóku þátt í pallborðsumræðum á fundi velsku bændasamtakanna.

Skoðanakönnun frá 2021 leiddi í ljós að meira en 43% fólks í landbúnaði í Veils, skógrækt og fiskveiðum tali velsku, fleiri en í nokkrum öðrum atvinnugreinum. Þetta á sérstaklega við í sýslum þar sem landbúnaður er meginatvinnugrein, svo sem Ceredigion, Gwynedd og Anglesey. Framinguk.com segir frá.

Í umræðunum kom fram að bændafjölskyldur séu margar hverjar samsettar af fólki af nokkrum kynslóðum sem varðveita bæði tungumálið og landið með því að hinir eldri miðla þekkingunni til þeirra yngri, jafnt á búnaðarháttum sem á velskum málhefðum, málsháttum og örnefnum.

Einn úr forystusveit bændasamtaka landsins, Alun Owen, sagði að loknum fundinum að ekki væri hægt að líta fram hjá því að landbúnaður gegndi mikilvægu hlutverki við varðveislu velskrar tungu og menningarhefðar. „Ef vilji er til að varðveita tunguna þá er mikilvægt að stjórnvöld styðji betur við velskan landbúnað.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...