Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Synjun beingreiðslna staðfest
Fréttir 9. janúar 2015

Synjun beingreiðslna staðfest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að synja mjólkurbúi í Vesturumdæmi um beingreiðslur. Kærandi gerðist brotlegur við ákveðin ákvæði matvælalaga.  Af þeim sökum stöðvaði Matvælastofnun afhendingu afurða frá býlinu 21. júní 2013 og þar með stöðvuðust beingreiðslur.

Samkvæmt lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvöru eru svonefndar beingreiðslur stuðningur við framleiðslu og markaðssetningu fyrir mjólkurafurðir og er hann greiddur úr ríkissjóði til greiðslumarkshafa.  Matvælastofnun heldur skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beingreiðslu samkvæmt því. Í lögunum er að finna bráðabirgðaákvæði sem heimilar Matvælastofnun, við mjög sérstakar aðstæður, að ákveða beingreiðslur til lögbýlis samkvæmt greiðslumarki þess, óháð framleiðslu á lögbýlinu.

Kærandi taldi sig uppfylla skilyrði bráðabirgðaákvæðisins og fór fram á að fá greiddar beingreiðslur árið 2013 og 2014. Ráðuneytið benti hins vegar á að um væri að ræða heimildarákvæði en Matvælastofnun væri ekki skylt að veita undanþágu samkvæmt ákvæðinu.  Undanþáguna bæri að skýra þröngt og ljóst væri að ákvæðinu væri ætlað að veita þeim framleiðendum stuðning sem yrðu fyrir áföllum sem þeir gætu ekki haft áhrif á, eins og t.d. við náttúruhamfarir.  Í málinu lægju ekki fyrir gögn sem sýndu fram á að framleiðsluskilyrði kæranda hefðu raskast vegna ástæðna sem hann hefði ekki getað haft áhrif á.  Ráðuneytið staðfesti því synjun Matvælastofnunar á beingreiðslum.

Skylt efni: Matvælastofnun

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...