Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Synjun beingreiðslna staðfest
Fréttir 9. janúar 2015

Synjun beingreiðslna staðfest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að synja mjólkurbúi í Vesturumdæmi um beingreiðslur. Kærandi gerðist brotlegur við ákveðin ákvæði matvælalaga.  Af þeim sökum stöðvaði Matvælastofnun afhendingu afurða frá býlinu 21. júní 2013 og þar með stöðvuðust beingreiðslur.

Samkvæmt lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvöru eru svonefndar beingreiðslur stuðningur við framleiðslu og markaðssetningu fyrir mjólkurafurðir og er hann greiddur úr ríkissjóði til greiðslumarkshafa.  Matvælastofnun heldur skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beingreiðslu samkvæmt því. Í lögunum er að finna bráðabirgðaákvæði sem heimilar Matvælastofnun, við mjög sérstakar aðstæður, að ákveða beingreiðslur til lögbýlis samkvæmt greiðslumarki þess, óháð framleiðslu á lögbýlinu.

Kærandi taldi sig uppfylla skilyrði bráðabirgðaákvæðisins og fór fram á að fá greiddar beingreiðslur árið 2013 og 2014. Ráðuneytið benti hins vegar á að um væri að ræða heimildarákvæði en Matvælastofnun væri ekki skylt að veita undanþágu samkvæmt ákvæðinu.  Undanþáguna bæri að skýra þröngt og ljóst væri að ákvæðinu væri ætlað að veita þeim framleiðendum stuðning sem yrðu fyrir áföllum sem þeir gætu ekki haft áhrif á, eins og t.d. við náttúruhamfarir.  Í málinu lægju ekki fyrir gögn sem sýndu fram á að framleiðsluskilyrði kæranda hefðu raskast vegna ástæðna sem hann hefði ekki getað haft áhrif á.  Ráðuneytið staðfesti því synjun Matvælastofnunar á beingreiðslum.

Skylt efni: Matvælastofnun

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f