Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Úr Hallormsstaðarskógi. Óvenjugóð sveppatíð er víða um land og sveppaáhugafólk lætur hendur standa fram úr ermum við tínslu. Sveppafræðingur hvetur fólk til að ná sér í forða af matsveppum til vetrarins.
Úr Hallormsstaðarskógi. Óvenjugóð sveppatíð er víða um land og sveppaáhugafólk lætur hendur standa fram úr ermum við tínslu. Sveppafræðingur hvetur fólk til að ná sér í forða af matsveppum til vetrarins.
Mynd / sá
Fréttir 14. ágúst 2025

Sveppaldin fyrr á ferðinni en vant er

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sveppir hafa dafnað vel á Íslandi í sumar og fer sögum af stórvirku tínslufólki víða um land sem uppsker sem aldrei fyrr.

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun á Akureyri, segir sæta nokkrum tíðindum að hinn hlýi maímánuður hafi líklega orðið til þess að sveppaldin birtust tveimur til þremur vikum fyrr en þau hafa gert undanfarin ár. Síðan hafi rignt töluvert í sumum landshlutum, án þess að mjög kalt væri samfara því og sé það ávísun á góða sveppatíð.

Blábarði breiðist um landið

„Hérlendis er góð hugmynd að ná sér í forða af matsveppum til vetrarins áður en fer að frjósa á nóttunni og ég held að fólk geri það. Og svo lengi sem að sveppatínslufólk gengur vel um landið og tínir sveppi af skynsemi þá er gott að þetta hráefni sé nýtt. Maður reiknar alltaf með að nóg verði eftir fyrir þær lífverur sem lifa á sveppum. Mér sýnist þó nokkuð af fólki vera að taka sín fyrstu skref í því að safna matsveppum og skoða þennan æsispennandi heim sem sveppir eru,“ segir Guðríður Gyða.

Cyanosporus caesius, blábarði, er tekinn að breiðast um landið. Mynd / Wikimedia

Sjálf hafi hún hvorki verið að eltast við kóngssvepp né kantarellu heldur sé hún, svona með öðru auganu, að fylgjast með útbreiðslu sveppa um landið. „Haustið 2019 fannst til dæmis blábarði, Cyanosporus caesius, brúnfúasveppur sem vex á grenidrumbum og stubbum, fyrst á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2020 fannst hann í Skorradal og nú, sumarið 2025, fannst hann í Kjarnaskógi. Gróduft blábarða er blátt sem er afar óvenjulegur litur,“ segir hún.

Guðríður Gyða bendir á fimm þátta sjónvarpsþáttaröð um íslenska sveppi og nýtingu þeirra sem sýningar hófust á sunnudaginn 10. ágúst í Sjónvarpinu og ber nafnið Svepparíkið. Þar komi hún víða við sögu. Þá var hún með sveppasýningu í Kjarnaskógi á Skógardegi hátíðarinnar Einnar með öllu og hafi vel tekist til.

Sveppagöngur fram undan

Fram undan eru tvær sveppagöngur. Þann 19. ágúst verður hin árlega sveppaganga Skógræktarfélags Eyfirðinga haldin í Miðhálsstaðaskógi og hefst kl. 17.30. Laugardaginn 23. ágúst er svo sveppaganga í Hallormsstaðarskógi, á vegum Félags skógarbænda á Austurlandi.

Lífleg umræða er í Facebookhópnum Funga Íslands – sveppir ætir eður ei, um sveppatínslu og greiningar. Hópurinn telur yfir 23 þúsund meðlimi og Guðríður Gyða gefur þar góð ráð og greinir gjarnan sveppi fyrir fólk sem setur inn sveppamyndir.

Skylt efni: Sveppir

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f