Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Barbara Abdeni Massaad rakti forsögu bókaútgáfunnar á viðburði á Slow Food-hátíðinni sem haldin var í Tórínó í haust.
Barbara Abdeni Massaad rakti forsögu bókaútgáfunnar á viðburði á Slow Food-hátíðinni sem haldin var í Tórínó í haust.
Mynd / smh
Fréttir 11. janúar 2017

Súpa fyrir Sýrland

Höfundur: smh
Barbara Abdeni Massaad er líbönsk hugsjónakona, formaður Slow Food-deildarinnar í heimalandi sínu og höfundur bókarinnar Súpa fyrir Sýrland, sem gefin var út fyrir rúmu ári. Tilgangur bókaútgáfunnar er að leggja hjálparstarfi Sameinuðu þjóðanna lið í því að sjá stríðshrjáðu flóttafólki frá Sýrlandi fyrir matarnauðsynjum.
 
Massaad, sem er ljósmyndari, sjónvarpskona og matreiðslubókahöfundur með meiru, kynnti verkefni sitt á Slow Food-hátíðinni í Tórínó í lok september síðastliðnum. 
 
Hún býr í Beqaa-dalnum í Líbanon þar sem um hálf milljón flóttafólks hafðist við í flóttamannabúðum, þegar hún fór að láta sig varða um ástand þess fyrir rúmu ári síðan. „Ég vissi af þessum flóttamannabúðum og hugsaði oft til fólksins þar og um aðbúnaðinn hjá þeim – og hugsanirnar létu mig ekki í friði. Ég fór því að venja komur mínar í búðirnar í hverri viku sem eru í um 45 mínútna fjarlægð frá húsinu mínu. Ég vissi í raun ekki hvernig ég gæti hjálpað í fyrstu. Þar sem ég er ljósmyndari var ég alltaf með myndavélina með mér og safnaði myndefni um leið og ég talaði við fólkið. Ég er líka matarbókahöfundur því varð mér smám saman ljóst hvernig ég gat lagt mitt lóð á vogarskálarnar til hjálpar. Við vinkona mín byrjuðum bara á að búa til súpu á Slow Food-markaðnum okkar og fara með í flóttamannabúðirnar. Svo fæddist hugmynd sem mér fannst stórsniðug; að nota myndirnar sem ég hafði tekið og búa til súpuuppskriftabók, því súpa er frábær matur og nærir bæði líkama og sál. 
 
Þar sem ég er formaður Slow Food-hreyfingarinnar í Líbanon á ég marga vini um allan heim og gott tengslanet. Ég nýtti mér það til að fá þekkt nöfn til liðs við mig – og leggja til uppskriftir fyrir bókina. En ég vildi líka fá uppskriftir frá þeim sem standa mér næst; fjölskyldu, nágrönnum og vinum. Ég stofnaði því Facebook-síðu og bað allt þetta fólk um að leggja til uppskriftir. Svo fórum við í strangt matsferli og mátum þær 200 uppskriftir sem bárust,“ sagði Barbara um aðdragandann að útgáfu bókarinnar.
 
Samhygðin mælikvarðinn á siðmenninguna
 
Carlo Petrini, stofnandi og forseti Slow Food-hreyfingarinnar, ritar formála að henni. Þar segir hann meðal annars: „Mælikvarði á siðmenningu fólks er meðal annars hversu viljugt það er að sýna fólki samhygð sem er í neyð.  Ef þetta á við um staðbundin samfélög gildir þetta enn frekar á alþjóðlegum vettvangi.  Á okkar tímum hefur aldrei verið meira aðkallandi fyrir okkur að hafa þetta í huga en nú, þegar við höfum allt of lengi þurft að horfa upp á hinar yfirþyrmandi hörmungar í Sýrlandi. […]
 
Hið fallega við þetta verkefni [Súpa fyrir Sýrland] er matarþemað, en matur er alltaf gagnlegt tæki til að tengja fólk saman og byggja brýr með. Það kemur enda ekki á óvart að eitt að því fyrsta sem ráðist er gegn og eyðilagt, þegar stríð brýst út, er matvælaframleiðsla og landbúnaður. Kerfisbundið hefur verið ráðist að bændum í Sýrlandi og ræktarlönd eyðilögð – sjálfsmyndin rifin í sundur og búseta í dreifbýli útilokuð um langan tíma.“ [Lausleg þýðing blm.]
 
Áttatíu súpuuppskriftir
 
Nærri 80 manns leggja til uppskriftir í bókina; allflestir nafnkunnir matreiðslumenn og matreiðslubókahöfundar. 
 
Þeir sem vilja leggja verkefninu lið – og eignast í leiðinni úrval súpuuppskrifta úr smiðju meistarakokka – geta keypt bókina á vefnum í gegnum slóðina soupforsyria.com, þar sem frekari upplýsingar um verkefnið er að finna. 

8 myndir:

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...