Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Styrkur til að gera úttekt á viðarmagni
Fréttir 19. maí 2016

Styrkur til að gera úttekt á viðarmagni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Félag skógarbænda á Vesturlandi hefur fengið 800 þúsund króna styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að gera viðarmagnsúttekt á Vesturlandi. 
 
Reiknað verður út viðarmagn í öllum ræktuðum skógum á Vesturlandi. Gert er ráð fyrir að meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands taki þátt í að vinna verkið og birti niðurstöðurnar í lokaritgerð sinni.
 
Markmið verkefnisins er að finna út hversu mikið viðarmagn er í skógum á Vesturlandi og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að nýta viðinn, að því er fram kemur á vefsíðu Skógræktar ríkisins. Gögnin úr viðarmagnsáætluninni má nota til markaðsgreiningar en um leið að kanna hvort raunhæft sé að stofna til afurðarmiðstöðvar viðarafurða á Vesturlandi. Með stofnun slíkrar miðstöðvar mætti byggja upp fjölbreytta atvinnu- og rannsóknarstarfsemi á sviði skógræktar.
 
Framkvæmdastjóri Vesturlands­skóga stýrir verkefninu sem unnið verður í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landssamtök skógareigenda og Félag skógarbænda á Vesturlandi. Meiningin er að afrakstur verkefnisins verði viðarmagnsáætlun fyrir skóga á Vesturlandi næstu 30 ár sem lögð verði til grundvallar miðstöð viðarafurða á Vesturlandi.
 
Með því að koma á fót afurðamiðstöð viðarafurða á Vesturlandi væri stigið mikilvægt skref í því að gera skógrækt á atvinnusvæðinu að þeirri atvinnugrein sem hún hefur fulla burði til að vera. Það er stefna Félags skógarbænda á Vesturlandi líkt og Landssamtaka skógareigenda að efla nytjaskógrækt og tryggja jafnt og öruggt framboð skógarafurða. 
Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...