Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bóndi stýrir mannlausrir dráttarvél við slátt með aðstoð dróna.
Bóndi stýrir mannlausrir dráttarvél við slátt með aðstoð dróna.
Fréttir 10. júní 2020

Stóraukinni matvælaframleiðslu mætt með hátæknilausnum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt spá Sameinuðu þjóðanna munu jarðarbúar ná því að verða 7,9 milljarðar árið 2050. Til að fæða þennan fjölda telja SÞ að landbúnaðarframleiðsla heimsins þurfi að aukast um 69% frá því sem hún var 2010.   Til að ná slíkum markmiðum eru þjónustufyrirtæki í æ ríkari mæli farin að veðja á margvíslagar hátæknilausnir.  
 
Bændur eru þegar farnir að tileinka sér margvíslegar hátækni­lausnir og upplýsingatækni í sinni vinnu víða um heim. Notkun skynjara og tölvustýrðra skammtara er einn liður. Eftirlit með framgangi uppskeru og úðun akra með drónum er lausn sem verður líka sífellt meira áberandi.  
 
Tæknirisinn IBM hefur áætlað að hvert meðalbú í heiminum muni afla sífellt meiri upplýsinga með margvíslegri skynjaratækni. Þannig geti þessi bú í dag auðveldlega safnað upplýsingum af hálfri milljón mælipunkta á hverjum einasta degi. Þannig geti bóndinn stýrt öllum þáttum betur, eins og áburðargjöf og vökvun, til að ná fram hámarksuppskeru og auka hagnað.
 
Hátækni beitt í landbúnaði.
 
Spáð gríðarlegri aukningu í nettengdri tækni
 
Á vef Business Insider er m.a. fjallað um mikilvægi dróna í landbúnaði framtíðarinnar. Þeir geta ekki bara úðað eitri yfir akra, heldur má nýta þá til að úða áburði á mjög skilvirkan hátt og nákvæmlega eftir mælingum sem sýna hvar þörfin er mest hverju sinni. Þessi tækni er hluti af því sem kallað er Alnet hlutanna, eða „Internet of Things (IoT)“ Þessi IoT umhverfiskerfi er hægt að aðlaga að þörfum hvers bónda fyrir sig. Búist er við að þessi IoT tækni muni vaxa gríðarlega á næstu árum og að veltan í þessum geira muni aukast hröðum skrefum og verði komin í meira en  2,4 billjónir dollara á ári fyrir 2027. Bent er á að á síðasta ári hafi verið til um 8 milljarðar tækja sem skilgreind eru undir hugtakinu IoT umhverfiskerfi. Spáð er að þeim muni fjölga í 41 milljarð fyrir árið 2027. Þá er talið mjög líklegt að fyrirtæki sem framleiða búnað fyrir IoT lausnir muni nýta 5G nettæknina í auknum mæli.
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...