Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stöðvuðu þurrkaðan krókódílshaus og andablóð
Fréttir 30. mars 2015

Stöðvuðu þurrkaðan krókódílshaus og andablóð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þurrkaður krókódílshaus, einn og hálfur lítri af andablóði og tugir hrárra eggja voru meðal þess sem íslenskir tollverðir stöðvuðu á landamærum á síðasta ári, 2014.  Andablóðið var sagt ætlað til súpugerðar. Innflutningur hrárra dýraafurða er bannaður sem kunnugt er.

Á heimasíðu segir að krókódílshausinn falli undir svokallaðan CITES samning um alþjóðaverslun með plöntur og dýr í útrýmingarhættu. Sá sem ferðaðist með hann framvísaði fölsuðu CITES vottorði frá Tælandi, þ.e.fölsuðu leyfi til útflutnings á hausnum.

Mark­mið CITES  samn­ings­ins er að vernda teg­und­ir dýra og plantna sem eru í út­rým­ing­ar­hættu með því að stjórna alþjóðleg­um viðskipt­um með þær. Alls eiga 178 lönd aðild að CITES samn­ingn­um Toll­stjóri bend­ir á að flutn­ing­ur dýra og plantna, sem flokkuð eru í út­rým­ing­ar­hættu, eða afurða þeirra milli landa er ekki leyfi­leg­ur nema að fengnu leyfi hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Á þetta er bent, þar sem brögð eru að því að stöðva þurfi send­ing­ar í tollaf­greiðslu, sem inni­halda afurðir dýra sem eru á vál­ista eins og ofangreint dæmi ber með sér.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...