Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðmundur H. Davíðsson er viðmælandi í fyrsta þættinum af „Spjallað við bændur“ sem birtir eru á vef Bændablaðsins, bbl.is.
Guðmundur H. Davíðsson er viðmælandi í fyrsta þættinum af „Spjallað við bændur“ sem birtir eru á vef Bændablaðsins, bbl.is.
Fréttir 15. nóvember 2016

Spjallað við bændur á bbl.is

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Stuttir viðtalsþættir undir heitinu „Spjallað við bændur“ eru að hefja göngu sína á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is. Í þáttunum er tekið hús á bændum og rætt við þá um búskapinn, hvað er efst á baugi á búinu, tæknilausnir, bústofninn og ræktunina, húsakost, vinnuaðferðir og fleira. Í fyrsta þættinum er farið í heimsókn í Miðdal í Kjós og spjallað við Guðmund H. Davíðsson bónda.

Þættirnir eru gerðir af Þorsteini Roy Jóhannssyni og Herði Þórhallssyni. Saman reka þeir framleiðslufyrirtækið Beit sem m.a. hefur framleitt vefefni fyrir fotbolti.net og fleiri vefmiðla. Einkennislag þáttarins er gamall polki, sá sami og notaður var um árabil hjá Ríkisútvarpinu í þáttunum „Spjallað við bændur“ á Rás 1. Þeir sem komnir eru til vits og ára muna sjálfsagt laglínuna sem er býsna grípandi. Flutningur polkans er í höndum hljómsveitarinnar Rússíbana.

Stefnt er að því að birta tvo þætti í mánuði á bbl.is en þeim verður að auki dreift á Facebook-síðu Bændablaðsins. Auglýsendum býðst að kaupa auglýsingar í upphafi og við lok hvers þáttar.

Sjá fyrsta þátt Spjallað við bændur.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...