Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sláturhúsið í Seglbúðum.
Sláturhúsið í Seglbúðum.
Mynd / smh
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Sláturhúsið var tekið í notkun um haustið 2014, en um lítið handverkssláturhús var að ræða sem hafði leyfi til slátrunar á allt að 100 kindum á dag.

Málið enn til rannsóknar

Sláturhúsið var í eigu þeirra Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum og í viðtali hér í blaðinu í lok árs 2015 sögðu þau að ákvörðunin um að reisa sláturhús hefði verið að gerjast með þeim alveg frá því að Sláturhús Suðurlands hætti slátrun á Kirkjubæjarklaustri, tíu árum áður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum á Suðurlandi er málið til meðferðar hjá rannsóknardeild lögreglunnar sem hefur farið á vettvang ásamt tæknideild. Metur lögreglan að altjón hafi orðið á húsnæðinu.

Enn er unnið að rannsókn málsins og ekki er vitað um upptök eldsins.

Húsið tilbúið undir slátrun

Erlendur og Þórunn gáfu út yfirlýsingu fyrir sláturtíðina í haust að vegna fyrirhugaðra gjaldskrárhækkana Matvælastofnunar vegna þjónustu dýralækna í sláturhúsum yrði ekki slátrað hjá þeim. Þrátt fyrir að síðan hafi verið hætt við gjaldskrárhækkanirnar var ekki slátrað í Seglbúðum í síðustu sláturtíð.

Var sú skýring gefin að fyrirhuguð verðhækkun hafi verið blásin af of seint. Samkvæmt upplýsingum frá Seglbúðum var það til umræðu að hefja starfsemi næsta haust og hafi húsið verið tilbúið undir slátrun að nýju.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...