Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Slagur um lífrænt vottaða mjólk
Fréttir 13. ágúst 2014

Slagur um lífrænt vottaða mjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Misjafnt er milli landa hvernig eftirspurnin er eftir lífrænt vottaðri mjólk. Í Svíþjóð er góður markaður fyrir slíka vöru en þar er á markaði mjólk frá nokkrum afurðastöðvum.

Á vef Landsambands kúabænda segir að í sumar hafi gengið afar vel hjá Falköpings mejeri, sem samvinnufélag framleiðanda á 156 kúabúum og 155 milljón lítra innvigtun árlega. Meðal eigendanna voru 20 með lífræna vottun í vor, en þá var auglýst eftir meiri lífrænni mjólk því alls vantaði 4 milljónir lítra upp á að geta svarað eftirspurninni.

Alls bárust félaginu 25 umsóknir um að komast inn í félagið, allt frá lífrænt vottuðum kúabúum sem voru að leggja inn mjólk hjá Arla. Stjórn félagsins valdi úr umsóknunum og tók inn þrjá nýja innleggjendur í félagið.

Ástæður þess að jafn mikil aðsókn er að félaginu felst einfaldlega í því að félagið greiðir miklu meira fyrir lífrænt vottuðu mjólkina en Arla, eða sem nemur 2,5 íkr/kg svo ekki er að undra að bændurnir keppist við að komast í eigendahópinn.

Falköpings mejeri getur greitt þetta miklu meira fyrir mjólkina vegna langtímasamninga við verslunarkeðjuna COOP, en um áramótin skipti COOP Arla út fyrir Falköpings með framangreindum afleiðingum.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...