Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
BSE vill vita hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga.
BSE vill vita hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. mars 2021

Skýrt verði hver er handhafi kolefnisbindingar skóga í samningum bænda við Skógræktina

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það þarf að skýra það í samningum bænda við skógrækt ríkisins að bændur séu handhafar þeirra kolefniseininga sem skógrækt þeirra bindur og stjórni alfarið nýtingu þeirra,“ segir í tillögu sem samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ á dögunum.

Skorar fundurinn á umhverfis- og auðlindaráðherra að skýra sem fyrst hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga sem ræktaðir eru í gegnum samninga bænda við skógrækt ríkisins.

Ríkið greiði hluta kostnaðar við fornleifaskráningu á skógræktarsvæðum

Aðalfundurinn skorar einnig á sama ráðherra að beita sér fyrir því að íslenska ríkið taki á sig kostnað vegna skráninga fornminja við skipulagningu á skógræktarsvæðum að hluta til eða öllu leyti.

Fram kemur í greinargerð með tillögunni að aukin kolefnisbinding sé nauðsynleg til að íslenska ríkið geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum að slæmt sé að mikill kostnaður landeigenda við skráningu fornminja sé farinn að standa í vegi fyrir því að skógræktarsvæði séu skipulögð.

„Ef ríkið tæki á sig þennan kostnað að hluta eða öllu leyti er ljóst að það myndi flýta fyrir aukinni skógrækt og þar af leiðandi aukinni bindingu á kolefni,“ segir í greinargerðinni.

Ólíðandi að sitja undir enda­lausum áróðri hagsmunaafla

Þá var einnig samþykkt tillaga á aðalfundi BSE þar sem stjórn Bændasamtaka Íslands var hvött til að láta rannsaka og reikna út íslenska staðla fyrir kolefnisbindingu íslensks landbúnaðar, úr íslensku umhverfi þar sem gróið land og túnrækt fái rétta niðurstöðu um bindingu kolefnis í jarðvegi.

Einnig verði reiknuð út losun á allri íslenskri framleiðslu landbúnaðarvara miðað við íslenskan raunveruleika og að óheimilt verði að nota erlenda staðla. Þá vill BSE að Bændasamtökin annist frekari út­færslu á málinu og feli RML að vinna verkefnið.

Fram kemur í tillögu með þessari greinargerð að alltof oft hafi komið fram óvandaðar og rangar fullyrðingar um íslenskan landbúnað í umræðunni um loftslagsmál. Bændur verði að taka málið í sínar hendur og vera skrefinu á undan og stýra umræðunni.

„Það er með öllu ólíðandi fyrir landbúnaðinn að sitja undir endalausum áróðri hagsmunaafla, sem oft og tíðum nota erlenda staðla sem ekki eiga við hér á landi,“ segir í greinargerðinni. 

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...