Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skrifaði SOS í olíupálma- akur á eyjunni Súmötru
Fréttir 14. mars 2018

Skrifaði SOS í olíupálma- akur á eyjunni Súmötru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Litháski landlistamaðurinn og aðgerðarsinninn Ernest Zacharevic mundaði fyrir skömmu keðjusög og felldi 1.100 olíupálma á olíupálmaakri á eyjunni Súmötru. Eftirstandandi pálmar mynduðu alþjóðlega hjálparkallið SOS í landslaginu.

Akurinn er í eigu umhverfis­samtaka sem leggja áherslu á verndum órangútan-apa á eyjunni og er skriftinni í skóginum ætlað að vekja athygli á fellingu náttúrulegra skóga og eyðingu búsvæða órangúta.

Ákall um hjálp

Hver stafur samanstendur af mörgum trjám og saman eru þeir hálfur kílómetri að lengd og því aðeins sýnilegir úr lofti af fuglum og farþegum í flugvélum og því eins og ákall af jörðu niðri um hjálp.

Eyðing náttúrulegra skóga og eyðilegging búsvæða villtra dýra vegna ræktunar olíupálma er með því allra mesta sem gerist í heiminum.

Ódýrasta matarolían á markaði

Olíuna er að finna í fjölda vöruflokka og ekki síst í matvælum. Markaðshlutdeild pálmaolíu er 56% af allri verslun á jurtaolíu í heiminum. Pálmaolía er ódýrasta jurtaolían á markaðinum og að finna í einni af hverjum sex tilbúnum matvörum sem framleiddar eru. Hana er meðal annars að finna í súkkulaði, kexi, laufabrauði, rískökum, flögum, pitsudeigi, kökum, frosnu grænmeti, hnetusmjöri, núðlum, morgunkorni, þurrkuðum ávöxtum, smjörlíki og barnamat. Auk þess sem pálmaolía er notuð í sleipiefni, sápur, kerti, sjampó, þvottaefni og snyrtivörur, eins og tannkrem, varasalva, varalit og í framleiðslu á lífdísil. 

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...