Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tete a Tete páskaliljur.
Tete a Tete páskaliljur.
Fréttir 3. apríl 2020

Skreytum heimilið með gulum blómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gul blóm hafa lengi verið tengd páskum og flestum þykir sjálfsagt að skreyta heimilið með þeim yfir hátíðina. Í eina tíð voru afskornar páskaliljur vinsælastar en í dag er nóg að blómin séu gul til að teljast páskablóm.

Birgir Steinn Birgisson, garð­yrkju­bóndi hjá Ficus í Hvera­gerði, segir að hann og fjöldi garðyrkjubænda í landinu vinni hörðum höndum að því að koma fjölda tegunda afskorinna blóma og pottaplantna á markað fyrir páska.

Birgir Steinn Birgisson, garðyrkjubóndi hjá Ficus í Hveragerði, með gulblómstrandi begóníu. Myndir / Ingvar Sigurðsson.

„Íslendingar eru hrifnir af gulum blómum um páskana og í huga margra eru þau fyrstu vorboðarnir sem fólk vill skreyta heimili sín með til að flýta vorkomunni.“

Fjöldi tegunda í boði

Birgir segir að úrvalið af páska­blómum sé mikið og fjöldi gulra tegunda í boði. „Það eru til páska­liljur í pottum sem kallast tete a tete og stærri afskornar páskaliljur og afskornir gulir túlípanar. Gular afskornar forsytíugreinar, begóníur og krísar og ástareldur í pottum. Úrvalið er því mikið og eitthvað til fyrir alla.
Margar garðyrkjustöðvar á land­inu eru því að taka á sig gulan lit þessa dagana. Sérstaklega þær sem rækta pottaplöntur og gul afskorin blóm.“

Eitthvað fyrir alla

„Fyrsta gula blómið sem fór á markað frá mér var begónía sem við fáum sem rótaða græðlinga frá Hollandi snemma í janúar. Begóníur eru virkilega harðgerðar plöntur og blómviljugar sem hæglega má halda áfram með og hafa úti í potti yfir hásumarið og taka svo inn yfir veturinn ef fólk vill.“

Blómstrandi ástareldur með knúpp­um. Mynd / Ingvar Sigurðsson.

Afskornar forsytíugreinar eru vinsælar í skreytingar um páskana og sannkallað vorblóm þar sem gul blómin koma áður en greinarnar laufgast og eru því mjög áberandi og falleg.

Birgir segir að á markaði séu tvær stærðir af gulum pottakríum og að þær komi frá Afríku sem græðlingar, en órótaðir, og að þeim sé stungið beint í sölupotta og ræktaðar í þeim. Yfirleitt eru þrír til fjórir græðlingar í hverjum potti til að þétta brúskinn.

„Gulur ástareldur er falleg pottaplanta sem við fáum sem græðlinga frá Danaveldi og tekur um 14 vikur að rækta í sölustærð og blóma. Litlar tete a tete liljur, sem eru seldar í pottum og í blóma, eru gríðarlega vinsælar. Teturnar, eins og þær eru oft kallaðar, voru lagðar þrjár saman í pott og í kæli seint á síðasta ári.

Blómstrun þeirra er stjórnað með hitastigi og um það leyti sem blómvísirinn fer að myndast eru þær settar í gróðurhús í um það bil viku og drifnar til sölu.“ Tete a tete eru harðgerðir laukar sem má setja út í garð eftir blómgun. Það getur tekið þær tvö til þrjú ár að koma sér vel fyrir og mynda hliðarlauka en blómstra iðulega eftir það.

„Gulir afskornir túlípanar og páskaliljur eru líka mjög vinsæl páskablóm og fallegar skreytingar yfir hátíðina,“ segir Birgir.

Viðkvæmur markaður

Aðspurður segist Birgir ekki vera viss um hversu mikið sé framleitt af hverri tegund fyrir sig.

Ekki eru til neinar opinberar tölur um sölu á blómum fyrir páska hér á landi en markaðurinn fyrir páskablóm er talsverður.

Gulblómstrandi begónía.

„Satt best að segja átta ég mig ekki á því hversu margir eru að kaupa sér blóm til að skreyta með yfir páskana en ætli það séu ekki einhver tugir þúsunda manna. Blóm eru vinsæl gjafavara og margir sem kaupa þau einfaldlega vegna þess að þeim þykir þau falleg og til að skreyta með í kringum sig.“

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...