Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skil á gögnum um búfjáreign, fóður og landstærðir
Fréttir 30. október 2015

Skil á gögnum um búfjáreign, fóður og landstærðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur sent öllum þeim sem skráðir eru eigendur eða umráðamenn búfjár í gagnagrunninum Bústofni bréf

Í bréfinu er minnt á að samkvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember næst komandi um búfjáreign, fóður og landstærðir.

Með nýjum lögum um búfjárhald var heimild veitt til að eingöngu verði um rafræn skil að ræða og hefur því verið horfið frá notkun haustskýrslu eyðublaða og þess í stað tekin upp rafræn skil á vefslóðinni www.bustofn.is.

Sérstaklega er minnt á að hestar teljast til búfjár og skulu eigendur hesta ganga frá haustskýrslu eins og aðrir búfjáreigendur fyrir 20. nóvember næst komandi
Búfjáreigendur eru hvattir til að ganga frá skilum á skýrslum fyrir tilsettan tíma og komast þannig hjá óþarfa kostnaði sem hlýst af  heimsóknum eftirlitsmanna vegna vanskila á skýrslum.

Bréf Mast til umráðamanna búfjár.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...