Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Grænmetisgarður. Úr bæklingi sem gefinn var út fyrir keppnina.
Grænmetisgarður. Úr bæklingi sem gefinn var út fyrir keppnina.
Fréttir 29. janúar 2015

Sigurður Helgason lenti í 8. sæti í Bocuse d’Or

Höfundur: smh

Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumeistari á Grillinu á Hótel Sögu, lenti í 8. sæti í Bocuse d’Or, en tilkynnt var um úrslitin í gær. Sigurður var fulltrúi Íslands í þessari óopinberu heimsmeistarakeppni matreiðslumanna.

Sigurður Helgason.

Bændablaðið heyrði hljóðið í Sigurði þegar hann var nýkominn til Lyon í Frakklandi þar sem keppnin fór fram. Var þá mikill hugur í íslenska hópnum og stóðu vonir jafnvel til að komast á verðlaunapall. Ljóst er þó að Sigurður getur ágætlega við unað þar sem 24 þjóðir tóku þátt í keppninni.

Noregur hlaut gullverðlaun, Bandaríkin fengu silfur og Svíþjóð brons.

Þess má geta að Ísland hefur ævinlega verið á topp tíu frá því að fyrst var tekið þátt í þessari keppni árið 1999.

Hér á eftir fer viðtali við Sigurð þegar hann var nýkominn til Lyon í Frakklandi þar sem keppnin fór fram.

Sigurður og fylgdalið hans lentu í Frakklandi 22. janúar og voru með um eitt tonn af búnaði og hráefni meðferðis. Blaðamaður heyrði í Sigurði þegar hann var nýlentur og var hljóðið mjög gott í honum. „Við erum mjög vel stemmdir og spenntir. Þessi dagur fer nú bara allur í að koma farangrinum á keppnisstað. Fyrir utan ýmiskonar búnað erum við með um 15-200 kíló af matvælum. Það er allskyns grunnhráefni og sósugrunnar en aðalhráefnið sem allir eiga að elda, franskan vatnaurriða og perluhænu, fáum við afhent á staðnum. Grænmetið fyrir fiskréttinn þarf ég að sækja á markað daginn fyrir keppnina og við fáum hálftíma til að velja það. Grænmetið með kjötinu get ég algjörlega valið sjálfur. Ég fór þá leið að nota íslenskt yfirbragð á réttina mína; ég nota reyk, villt ber sem ég tíndi í sumar og eru frostþurrkuð til að nota utan á kjötið. Þar eru meðal annars aðalbláber og einiber. Svo nota ég aðrar villtar jurtir, til að mynda hreindýramosa sem ég nota bæði í matinn og fyrir útlitið.

Við leggjum líka mikið upp úr útlitinu á réttunum og þar er plattinn auðvitað undirstaðan í framreiðslunni á kjötréttinum. Plattinn er 90 sentimetrar í þvermál og á hann fara 12 skammtar. Mikið var lagt í hönnun og smíði hans; þar sem hugmyndin var að reyna að einhverju leyti að endurskapa náttúru Íslands. Innblásturinn kom meðal annars frá íslensku stuðlabergi. Inni á plattanum hefur verið mótað lítið grill úr því sem líkist stuðlabergsstrendingum. Þar ofan í set ég kol og birki og framkalla reyk til að gefa réttinum aukin áhrif. Allt þetta útheimtir gríðarlega skipulagningu og tímastjórnun.

Þráinn Freyr Vigfússon er þjálfari Sigurðar og þrír aðstoðarmenn eru með í för; Hinrik Örn Lárusson (Grillinu), Karl Óskar Smárason (Vox) og Rúnar Pierre Heriveaux (Lava í Bláa Lóninu ) en hann aðstoðar Sigurð í keppniseldhúsinu á sjálfum keppnisdeginum 27. janúar. „Við myndum góða liðsheild og ég er mjög heppinn með þá aðstoðarmenn sem eru með mér. Við erum eiginlega sex manna lið því Sturla Birgisson fór með okkur út sem dómari. Þetta er orðið mjög reynslumikið lið sem stendur að baki íslenska þátttakandanum hverju sinni og við stefnum á að ná góðum árangri – vonandi alla leið upp á pall.

3 myndir:

Skylt efni: Bocuse d’Or

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...