Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Sérdeild innan bresku lögreglunnar rannsakar matvælaglæpi
Fréttir 4. september 2014

Sérdeild innan bresku lögreglunnar rannsakar matvælaglæpi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sérdeild innan bresku lögreglunnar, sem verið er að setja á laggirnar, mun eingöngu rannsaka glæpi sem tengjast matvælaiðnaði. Svik og prettir í matvælaiðnaði komust í hámæli í Bretlandi og víðar fyrir nokkrum árum þegar kom í ljós að hrossakjöt frá Austur Evrópu hafði verið selt sem nautakjöt víða í Evrópu.

Í kjölfar rannsókna vegna hrossakjötssvindlsins kom í ljós að pottur er víða brotinn hvað varðar merkingar og innihaldlýsingar á matvælum.

Er maðkur í mysunni?
Matarlöggunni er meðal annars ætlaða að fylgjast grannt með uppruna matvæla og tryggja að innihald þeirra sé það sem það á að vera. Stefnt er að því að koma upp neti tengiliða og auðvelda almenningi að koma á framfæri upplýsingum ef fólk telur að það sé maðkur í mysunni eða eittvað annað óhreint í matvælum. Einnig er deildinni ætlað að deila upplýsingum með lögregluyfirvöldum í öðrum löndum.

Ætlunin er að fylgjast með matvælaframleiðslu á öllum stigum; eldi, ræktun, notkun sýklalyfja og annarra vaxtarhvata, skordýraeiturs og illgresislyfja, slátrun, vinnslu, dreifingaraðilum, í verslunum og á veitingahúsum.

Eitraðir drykkir
Mörg alvarleg mál, auk hrossakjötsvindlsins, hafa komið upp í Evrópu undanfarin ár sem tengjast sviknum eða hreinlega eitruðum matvælum eða drykkjum. Ári 2012 létust til dæmis 40 manns í Tékklandi eftir að hafa drukkið vodka og romm sem hafði verið þynnt út með tréspíritus.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...