Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sameining skógræktarstarfs ríkisins í athugun
Fréttir 8. júní 2015

Sameining skógræktarstarfs ríkisins í athugun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur skipað starfshóp til að skoða sameiningu skógræktarstarfs ríkisins í eina stofnun.

Um er að ræða Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt, sem eru Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar og Suðurlandsskógar, auk umsjónar Hekluskógaverkefnisins. 

Markmið vinnunnar er m.a. að samræma stjórnsýslu skógræktarmála og gera hana skilvirkari, auka faglega getu og yfirsýn og að efla búsetu á landsbyggðinni, m.a. með því að styrkja starfsstöðvar í héraði.

Er starfshópnum ætlað að greina hver samlegð sameiningar skógræktarstarfs ríkisins yrði og skila í lok ágúst greinargerð um hugsanlegan ávinning og áskoranir. Hópnum er ætlað að hafa náið samráð við Landssamtök skógareigenda og Skógræktarfélag Íslands. Í starfshópnum sitja:
Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, formaður,

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður,

Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti,

Björn Helgi Barkarson, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti,

Jón Loftsson, skógræktarstjóri frá Skógrækt ríkisins og

Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, fulltrúi landshlutaverkefna í skógrækt.


Með hópnum starfar Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi auk ritara.

Skylt efni: Skógrækt | Umhverfismál

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f