Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 5. ágúst 2021

Sameiginleg afurðaverðskrá fyrir Norðlenska og SAH Afurðir: grunnverð hækkar um 5,5 prósent

Höfundur: smh

Afurðastöðvarnar Norðlenska og SAH Afurðir hafa fengið heimild til að sameinast og gefa því út sameiginlega afurðaverðskrá í fyrsta sinn fyrir komandi sláturtíð.

Samkvæmt upplýsingum frá Ágústi Torfa Haukssyni, framkvæmdastjóra Norðlenska, er grunnverð í nýju verðskránni 5,5 prósentum hærra að meðaltali fyrir dilka en grunnverð í verðskrá Norðlenska var á síðasta ári.

Greitt hærra fyrir fituflokk 3 en fituflokk 2

Annars eru breytingarnar á verðskránum helstar þær að álagi á verðskrá í upphafi sláturtíðar verður breytt eilítið og samræmt milli félaganna.

Notast er við sömu hlutföll milli gerðar og fituflokka og voru í verðskrá Norðlenska árið 2020. Hlutföllin eru svolítið frábrugðin þeim sem voru í verðskrá SAH Afurða í fyrra og er helsti munurinn sá að greitt er hærra verð fyrir fituflokk 3 en fituflokk 2. Ágúst Torfi segir að verðskráin endurspegli þannig hvaða vörur skila besta virðinu inn í vinnslu og sölu.

Verðskráin er aðgengileg á vefsvæðum félaganna; sahun.is og nordlenska.is.      

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...