Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samdráttur í kjötsölu nam 9,1% í sumar og 4% að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil
Mynd / HKr.
Fréttir 5. nóvember 2020

Samdráttur í kjötsölu nam 9,1% í sumar og 4% að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Miklar sveiflur voru í sölu á kjöti frá afurðastöðvum í september og nam samdrátturinn þá að meðaltali 5,7%. Á fjórum mánuðum, þ.e. frá júníbyrjun til septemberloka, nam samdrátturinn 9,1% og 4% á tólf mánaða tímabili. Virðist sem COVID19 faraldurinn sé að hafa þarna áhrif. 

Samkvæmt tölum frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu, sem hefur nú umsjón með slíkri gagnasöfnun sem áður var í höndum MAST, nam heildarkjötsalan frá afurðastöðvum í september rúmum 2.489 tonnum. Var þá 3,5% samdráttur í sölu á alifuglakjöti og 25,8% samdráttur í sölu á kindakjöti. Hafa ber í huga að þótt samdrátturinn í kindakjötsölunni hafi verið hlutfallslega mikill í september samsvarar hann ekki nema ríflega 156 tonnum af um 6.600 tonna árssölu. Í öðrum kjöttegundum var aukning í sölu frá afurðastöðvum sem nam 14,7% í hrossakjöti, 9,4% í svínakjöti og 8,7% í nautgripakjöti. 

Samdráttur í allri kjötsölu á 12 mánaða tímabili

Þegar litið er til 12 mánaða tímabils var 4% meðaltalssamdráttur í sölu á öllum kjöttegundum, en heildarsalan þessa 12 mánuði var tæp 27.827 tonn. Mestur var samdrátturinn í sölu á alifuglakjöti, eða um 6,3% og um 5,6% í sölu á kindakjöti. Þá var 1,8% samdráttur í sölu á nautgripakjöti, 1% samdráttur í sölu á hrossakjöti og 1% samdráttur í sölu á svínakjöti. 

Minni kjötsala í COVID19 og hruni í komu ferðamanna

Ef horft er til sumartímans, þ.e. júní, júlí, ágúst og september, sést að samdráttur í hlutfallslegri sölu frá afurðastöðvum var þá mun meiri en að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Var samdrátturinn þannig í september 4% og 9,1% á síðasta ársfjórðungi. Virðist þetta vera í samræmi við þá þróun sem hefur verið í Evrópu í COVID19 faraldrinum. Þar var greinilegur samdráttur í sölu á ýmsum matvörum vegna lokunar veitingastaða. Líklegt má telja að á Íslandi spili auk þess stórt hlutverk í sölusamdrætti á kjöti, hrun í komu ferðamanna til landsins. Nýjustu fréttir frá Noregi herma að vegna lokunar veitingastaða í Evrópu hafi líka orðið samdráttur í sölu á eldislaxi með tilheyrandi verðfalli á afurðum.

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...