Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Safngestir vel á fjórða þúsund
Fréttir 1. júní 2016

Safngestir vel á fjórða þúsund

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á síðasta ári komu um 3.400 gestir í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og hefur gestum fjölgað um 13% frá árinu 2014 þegar safngestir voru um 3.000. 
 
Meirihluti þeirra voru erlendir gestir og komu flestir á eigin vegum en hópum hefur einnig fjölgað. Þetta kemur fram í ársskýrslu Heimilisiðnaðarsafnsins sem birt er á vef safnsins.
 
Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir verulega fjárhagserfiðleika í árslok 2014 hafi náðst að skila örlitlum hagnaði á síðasta ári en reksturinn sé þó í járnum. Framlag sveitarfélaganna hækkaði um 50 þúsund krónur á milli ára og framlag Safnasjóðs hækkaði um 450 þúsund. Fyrir utan 1 milljón króna í rekstrarstyrk sem úthlutað er til allra viðurkenndra safna af Safnasjóði, fengust 1,3 milljónir í verkefnastyrki. Þá nema aðrir styrkir samtals 950 þúsundum og ber þar hæst styrkir frá Uppbyggingarsjóði vegna ýmissa viðburða, en einnig veitti Kvenfélagið Vaka á Blönduósi safninu styrk að upphæð 100 þúsund krónur. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...