Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Safngestir vel á fjórða þúsund
Fréttir 1. júní 2016

Safngestir vel á fjórða þúsund

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á síðasta ári komu um 3.400 gestir í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og hefur gestum fjölgað um 13% frá árinu 2014 þegar safngestir voru um 3.000. 
 
Meirihluti þeirra voru erlendir gestir og komu flestir á eigin vegum en hópum hefur einnig fjölgað. Þetta kemur fram í ársskýrslu Heimilisiðnaðarsafnsins sem birt er á vef safnsins.
 
Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir verulega fjárhagserfiðleika í árslok 2014 hafi náðst að skila örlitlum hagnaði á síðasta ári en reksturinn sé þó í járnum. Framlag sveitarfélaganna hækkaði um 50 þúsund krónur á milli ára og framlag Safnasjóðs hækkaði um 450 þúsund. Fyrir utan 1 milljón króna í rekstrarstyrk sem úthlutað er til allra viðurkenndra safna af Safnasjóði, fengust 1,3 milljónir í verkefnastyrki. Þá nema aðrir styrkir samtals 950 þúsundum og ber þar hæst styrkir frá Uppbyggingarsjóði vegna ýmissa viðburða, en einnig veitti Kvenfélagið Vaka á Blönduósi safninu styrk að upphæð 100 þúsund krónur. 
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...