Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalveiða ofan í kjölinn.

Þorgeir Örlygsson, fv. forseti Hæstaréttar, verður formaður starfshópsins, sem falið verður að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu að starfshópnum sé ætlað að skila skýrslu þar sem fram komi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. Eigi valkostir bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni á veiðum til framtíðar. Skýrslunni er ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar.

Ekki kemur fram hvenær áætlað er að hópurinn skili af sér. Hópinn skipa, ásamt Þorgeiri, þau dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindarétti við HÍ, Árni Kolbeinsson, fv. forseti Hæstaréttar, dr. Snjólaug Árnadóttir, forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar HR og dósent og Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar HÍ og dósent í stjórnsýslurétti.

Skylt efni: hvalveiðar

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...