Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi aðra en þjóðvegi þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil.
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi aðra en þjóðvegi þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil.
Mynd / HKr.
Fréttir 27. mars 2018

Reglugerð um vegi í náttúru Íslands

Höfundur: VH
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um vegi í náttúru Íslands samkvæmt lögum um náttúruvernd. 
 
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi aðra en þjóðvegi í náttúru Íslands þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. 
 
Reglugerðin kveður á um að við gerð aðalskipulags eða svæðisskipulags geri sveitarfélög tillögu að slíkri skrá í víðtæku samráði við meðal annars félaga- og hagsmunasamtök og stofnanir. 
 
Við mat á því hvort vegir eigi heima á skránni skal sérstaklega líta til þess hvort akstur á þeim sé líklegur til að valda neikvæðum áhrifum á náttúru, s.s. raska gróðri, valda jarðvegsrofi eða hafa neikvæð áhrif á ásýnd og landslag. Vegirnir verða flokkaðir í fjóra flokka, meðal annars eftir greiðfærni. 
 
Einnig þarf að tiltaka hvort um opna vegi eða vegi með takmarkaða notkun er að ræða. Þó svo að akstur sé heimilaður á vegum samkvæmt skránni felur það ekki í sér að þeir séu færir öllum vélknúnum ökutækjum og leiða ekki til ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga á viðhaldi þeirra.
 
Vegagerðin heldur skrá yfir þessa vegi í stafrænum kortagrunni og veitir almenningi aðgang að skránni í gegnum vefþjónustu bæði til skoðunar og niðurhals.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...