Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi aðra en þjóðvegi þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil.
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi aðra en þjóðvegi þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil.
Mynd / HKr.
Fréttir 27. mars 2018

Reglugerð um vegi í náttúru Íslands

Höfundur: VH
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um vegi í náttúru Íslands samkvæmt lögum um náttúruvernd. 
 
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi aðra en þjóðvegi í náttúru Íslands þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. 
 
Reglugerðin kveður á um að við gerð aðalskipulags eða svæðisskipulags geri sveitarfélög tillögu að slíkri skrá í víðtæku samráði við meðal annars félaga- og hagsmunasamtök og stofnanir. 
 
Við mat á því hvort vegir eigi heima á skránni skal sérstaklega líta til þess hvort akstur á þeim sé líklegur til að valda neikvæðum áhrifum á náttúru, s.s. raska gróðri, valda jarðvegsrofi eða hafa neikvæð áhrif á ásýnd og landslag. Vegirnir verða flokkaðir í fjóra flokka, meðal annars eftir greiðfærni. 
 
Einnig þarf að tiltaka hvort um opna vegi eða vegi með takmarkaða notkun er að ræða. Þó svo að akstur sé heimilaður á vegum samkvæmt skránni felur það ekki í sér að þeir séu færir öllum vélknúnum ökutækjum og leiða ekki til ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga á viðhaldi þeirra.
 
Vegagerðin heldur skrá yfir þessa vegi í stafrænum kortagrunni og veitir almenningi aðgang að skránni í gegnum vefþjónustu bæði til skoðunar og niðurhals.
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...