Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sauðfjárbændur bera stöðugt minna úr býtum fyrir afurðir sínar. Mynd / HKr.
Sauðfjárbændur bera stöðugt minna úr býtum fyrir afurðir sínar. Mynd / HKr.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. september 2018

Raunlækkun á afurðaverði fyrir lambakjöt er 38 % frá 2015

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sauðfjárbændur munu fá að meðaltali 387 kr. fyrir hvert kg af lambakjöt nú í haust. Hefur orðið töluverð raunlækkun frá 2015, en þá var verðið 210 krónum hærra fyrir hvert kg. Ef verðið hefði fylgt  almennri verðlagsþróun væri það nú 629 kr. Raunlækkun til bænda síðastliðin þrjú ár er því 38%.
 
Á sama tíma og raunlækkun til bænda hefur verið 38%, þá hefur raunlækkun í smásölu verið 12% samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands.
 
Verðið nú svipað og í fyrra
 
Verðið til bænda er nokkuð mis­munandi milli þeirra sex afurða­stöðva sem hér starfa, þótt meðaltalið sé 387 krónur á kg. Þó hefur verið lítil breyting að meðaltali nú frá sláturtíðinni 2017, eða sem nemur um 20 aurum á kg. Það þýðir samt sem áður í raun nokkra lækkun miðað við verðlagsvísitölu. 
 
Sláturfélag Suðurlands greiðir hæsta verðið fyrir lambakjöt við haustslátrun 2018, eða tæpar 423 krónur á kg. Þá greiðir SS næsthæsta verð fyrir kjöt af fullorðnu fé, eða tæplega 117 krónur á kg. Hæsta verð fyrir fullorðið fé er hjá Fjallalambi, eða tæplega 120 kr. á kg. Fjallalamb er aftur á móti að greiða rúmlega 381 kr. á kg fyrir lambakjötið, eða 42 krónum lægra verð en SS. 
Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...