Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórn búgreinadeildar nautgripabænda, frá vinstri: Jón Örn Ólafsson, Rafn Bergsson, Reynir Þór Jónsson, Sigurbjörg Ottesen og Bessi Freyr Vésteinsson.
Stjórn búgreinadeildar nautgripabænda, frá vinstri: Jón Örn Ólafsson, Rafn Bergsson, Reynir Þór Jónsson, Sigurbjörg Ottesen og Bessi Freyr Vésteinsson.
Mynd / ghp
Fréttir 26. febrúar 2024

Rafn endurkjörinn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rafn Bergsson í Hólmahjáleigu var endurkjörinn formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands til næstu tveggja ára.

Á deildarfundi kúabænda var jafnfram kosin ný stjórn búgreinadeildarinnar en þau Bessi Freyr Vésteinsson, Reynir Þór Jónsson og Sigurbjörg Ottesen gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru kjörin. Jón Örn Ólafsson var kosinn nýr í stjórn í stað Guðrúnar Eikar Skúladóttur sem gaf ekki kost á sér áfram. Í varastjórn voru kjörin þau Erla Rún Guðmundsdóttir, Magnús Örn Sigurjónsson og Sigrún Hanna Sigurðardóttir.

Í þakkarræðu eftir kjör sitt hvatti formaðurinn félagsmenn að taka virkan þátt í starfinu. „Stærsta verkefnið fram undan er að vinna áfram að bættu rekstrarumhverfi greinarinnar til að tryggja nautgripabændum viðunandi af- komu af sinni starfsemi. Nú í aðdraganda nýrra búvörusamninga þurfum við að vanda til verka, mynda okkur framtíðarsýn um hvert við stefnum og svo í framhaldinu ákveða hvaða leiðir eru bestar til að ná þeim markmiðum.

Finna þarf leiðir til að virkja grasrótina betur og fá félagsmenn til að taka meira þátt í félagsstarfinu. Það er mjög mikilvægt að fá sem flestar raddir og skoðanir fram til að geta vegið og metið mismunandi leiðir og þannig vonan- di fundið bestu niðurstöðuna. Þá þurfum við að fylgja eftir vinnu við nýjan verðlagsgrunn sem nú er í gangi og halda áfram að vinna að því að við getum tekið kyngreiningu á nautasæði upp hér á landi, enda getur það skilað umtals- verðum ávinningi fyrir greinina,“ segir Rafn Bergsson.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f