Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ræktað kjöt á hvers manns disk
Fréttir 28. mars 2017

Ræktað kjöt á hvers manns disk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framförum í ræktun á kjöti úr stofnfrumum hefur fleygt fram undanfarin ár og tæknilega ekkert sem stendur í vegi þess að hægt sé að rækta kjöt í kjötverum á svipaðan hátt og grænmeti í gróðurhúsum.

Rök talsmanna kjötræktunar eru meðal annars að eldi á nautgripum og öðrum gripum til kjötframleiðslu sé sívaxandi umhverfisvandamál og siðferðislega rangt hvað varðar dýravelferð.

Ræktunarkostnaður hefur lækkað

Rannsóknir síðustu ára hafa leitt til þess að kostnaður við eldi á kjöti hefur lækkað tugþúsunda sinnum og í dag er kostnaður við hvert kíló á ræktuðu kjöti einungis þrisvar eða fjórum sinnum dýrara en við hefðbundið búfjáreldi.

Talið er að ef áfram heldur í framförum í ræktun á kjöti eins og undanfarin ár verði ræktað kjöt í boði á disk þeirra sem þess óska á innan við áratug. Í dag er lítið mál að rækta hamborgara en erfiðara hefur reynst að rækta ribeye-steikur og lundir.

Tilraunir með að rækta kjúklingakjöt hafa gengið vel en að svo stöddu er ekki vitað til þess að farið sé að rækta dilkakjöt.

Ræktað kjöt ekki kosher

Auk þess að vísa til vaxandi umhverfisvandamála og dýravelferðar mæra talsmenn ræktunar á kjöti tæknina á þeim forsendum að hún muni útrýma hungursneyð í heiminum.

Samkvæmt kenningum um framleiðslugetu á ræktuðu kjöti á að vera hægt að rækta um 20 billjón kjúklinganagga úr einni stofnfrumu kjúklings á þremur mánuðum.

Kannanir benda til að um helmingur grænmetisæta í dag mundu borða ræktað kjöt sem kæmi úr kjötveri þrátt fyrir að borða ekki kjöt af dýrum úr eldi.

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt aðferðina eru rabbíar gyðinga sem segja að ræktað kjöt sé ekki kosher og muni aldrei verða það.
 

Skylt efni: Ræktað kjöt

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...