Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá ráðstefnunni Strandbúnaður sem haldin var á síðasta ári.
Frá ráðstefnunni Strandbúnaður sem haldin var á síðasta ári.
Fréttir 18. mars 2019

Ráðstefnan Strandbúnaður

Ráðstefnan „Strandbúnaður 2019” verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 21.-22. mars. Til umfjöllunnar er efni um strandbúnað, sem er samheiti yfir þær atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Á ráðstefnunni verða 10 málstofur, um 60 erindi og jafnframt verður haldið eitt þörunganámskeið.

Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða. Hugmyndin er að skapa vettvang allra þeirra sem koma að strandbúnaði á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við þörungarækt, skeldýrarækt, seiðaeldi, matfiskeldi, sölu og markaðssetningu, fóðurframleiðendur, tækjaframleiðendur og aðrir þjónustuaðilar, rannsóknastofnanir, menntastofnanir, ráðuneyti og stofnanir þeirra.

Samhlið ráðstefnunni eru fjöldi sýningarbása og sú nýjung er að nú er boðið upp á að vera með veggspjöld þar sem hægt er að kynna m.a. rannsóknaniðurstöður. 

Flest erindin á ráðstefnunni eru á íslensku en einnig koma fyrirlesarar erlendis frá s.s. Bandaríkjunum. Færeyjum, Noregi og Skotlandi.  Efnistök eru fjölbreytt og heiti málstofa eru:

                1. Meginstraumar í strandbúnaði: Tækifæri til vaxtar

                2. Þörungarækt á Íslandi – Tækifæri í framtíðinni eða iðnaður dagsins í dag?

                3. Áskoranir og tækifæri í skeldýrarækt á Íslandi

                4. Vinnsla, flutningur og markaðssetning eldisfisks

                5. Umhverfis- og öryggismál í sjókvíaeldi

                6. Framfarir í laxeldi

                7. Þróun í fiskeldi

                8. Tækniþróun – Hafeldi (keypt erindi)

                9. Tækniþróun – Landeldi (keypt erindi)

                10. Salmon Farming in the North Atlantic

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...