Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa
Mynd / HKr.
Fréttir 7. apríl 2015

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa

Höfundur: smh

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda verður haldin föstudaginn 10. apríl næstkomandi í Gunnarsholti, í húsnæði Landgræðslu ríkisins. Kynntar verða niðurstöður úr samantekt á umfangi tjóns í löndum bænda á síðasta ári.

Ráðstefnan er haldin á vegum Umhverfisstofnunar og Bændasamtaka Íslands.

Dagskrá ráðstefnunnar

11:00 Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, býður gesti velkomna.

11:05 - 11:35 Framkvæmd og niðurstöður tilkynninga bænda á tjóni af völdum álfta og gæsa. Steinar Rafn Beck Baldursson, sérfræðingur hjá Umverfisstofnun, og Jón Baldur Lorange hjá Bændasamtökum Íslands.

11:35 - 11:50 Birkir Arnar Tómasson, bóndi í Móeiðarhvoli, fjallar um tjón sem hann hefur orðið fyrir af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi sínu.

11:50 - 12:10 Uppskerutap bænda vegna ágangs gæsa í ræktarlönd. Niðurstöður tilraunar. Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Suð-Austurlands.  

12:10 - 13:00 Hádegishlé. Súpa og brauð.

13:00 - 13:40 Styrkir til bænda vegna tjóns af völdum gæsa í Noregi. Dr. Einar Eyþórsson, sérfræðingur hjá Norsk institutt for kulturminneforskning (NIKU)

13:40 - 14:00 Ágangur álfta og gæsa í kornakra á Suðurlandi í ljósi könnunar 2014 og dreifingar fuglanna að hausti. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

14:00 - 14:15 Afstaða bænda til málsins. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

14:15 - 15:00 Pallborðsumræður.

15:00 Ráðstefnuslit og kaffi.

Ráðstefnan er öllum opin. Bændur eru hvattir til að fjölmenna.

Ráðstefnustjóri: Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða í umhverfisráðuneytinu.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...