Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Ráðstefna um mat og ferðaþjónustu
Fréttir 13. mars 2014

Ráðstefna um mat og ferðaþjónustu

Atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðuneytið og Matvælalandið Ísland boða til ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 20. mars kl. 12-16:30 undir yfirskriftinni „Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?“.

Á ráðstefnunni verður fjallað um þróun matarferðamennsku hér heima og erlendis og tækifærin sem hún felur í sér. Til þess að ræða þessi mál mun Ami Hovstadius frá VisitSweden fjalla um reynslu Svía af markaðssetningu Svíþjóðar sem matvælalands. Þeir telja að sú stefna hafi skilað ótvíræðum árangri, m.a. því að erlendir ferðamenn sýna sænskum mat meiri áhuga en áður og að útflutningur matvæla hafi aukist marktækt.

Laufey Haraldsdóttir,  lektor í Háskólanum á Hólum, greinir frá þróun matarferðaþjónustu á Íslandi og þá mun Mário Frade, vörumerkjastjóri, Nóa Síríusi, lýsa því hvernig fyrirtækið hefur þróað markaðsáætlanir með það að markmiði að höfða til ferðamanna. Í öðrum hluta ráðstefnunnar verður fjallað um viðbrögð Íslendinga við auknum fjölda ferðamanna, framboð af íslensku hráefni og veitingaþjónustu og hvernig menningar- og matartengd ferðaþjónusta hefur þróast á síðustu árum. Á eftir erindum verða pallborðsumræður. Skráning er á si.is

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...