Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ráðstefna um landbúnað á norðurslóðum
Fréttir 30. ágúst 2016

Ráðstefna um landbúnað á norðurslóðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Níunda ráðstefna Samtaka landbúnaðarins á norðurslóðum verður haldin á Hótel Sögu 6. til 8. október næstkomandi. Samtökin eru óformleg og samanstanda af áhugafólki um landbúnað í löndunum í kringum Norðurpólinn.

Megináherslan á ráðstefnunni er lífhagkerfi norðurslóða og hvernig það tengist landbúnaði.
Áslaug Helgadóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að ráðstefnan sé vettvangur fyrir alla sem hafi áhuga á landbúnaði á norðurslóðum og ekki síst bændur til að kynnast nýjum rannsóknum, stefnum og straumum og kynna sín sjónarmið. „Í mínum huga er þetta ekki eingöngu ráðstefna þar sem fræðimenn kynna sínar rannsóknir fyrir öðrum fræðimönnum, heldur samstarfsvettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á landbúnaði á norðurslóðum.

Burðarásar ráðstefnanna eru þekkingarstofnanir í landbúnaði í þátttökulöndunum, einkum háskólar og rannsóknastofnanir. Matís er í forsvari fyrir ráðstefnuna að þessu sinni auk þess sem Landbúnaðarháskólinn kemur einnig að henni. Ráðstefnurnar eru einnig skemmtilegur vettvangur fyrir þá sem eru í ráðgjöf tengdri landbúnaði, bændur og þá sem vinna að einhvers konar nýsköpun í landbúnaði.“

Í annað sinn á Íslandi

Samtökin voru formlega stofnuð í Tromsö í Noregi árið 1995 í kjölfar ráðstefnu um landbúnað á norðurslóðum sem var haldin í Yokon í Kanada þremur árum áður. Verkefni félagsskaparins er að halda ráðstefnur þar sem fjallað er um landbúnað á norðurslóðum með fjölbreyttum hætti, svo sem eins og nýjustu þekkingu, hvernig hann er stundaður og fjalla um stefnumörkun hans í löndunum sem eiga fulltrúa innan þeirra.

Samtökin standa fyrir ráðstefnum á þriggja ára fresti og er ráðstefnan í október sú níunda í röðinni og í annað sinn sem hún er haldin hér á landi.

Óformleg mörk

Áslaug segir að löndin sem eru virkust í starfi samtakanna séu Ísland, Noregur, Kanada, Nýfundnaland, auk Alaska og Rússlands. „Mörkin sem miðað er við þegar er talað um norðurslóðir er heimskautabaugurinn en við og Nýfundnaland erum til dæmis fyrir sunnan hann þannig að mörkin eru ekki alveg skýr. Formlega séð eru hluti af Finnlandi og Svíþjóð á norðurslóðum en þau lönd hafa ekki verið virk innan samtakanna.“

Lífhagkerfi norðurslóða

Áherslan á ráðstefnunni að þessu sinni er lífhagkerfi norðurslóða og hvernig það tengist landbúnaði. „Við komum því til með að leggja áherslu á matvælaframleiðslu á norðurslóðum og nýsköpun á þeim vettvangi.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...