Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / ANR
Fréttir 8. febrúar 2018

Ráðherra skipar nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga

Höfundur: TB

Átta fulltrúar verða í nýjum samráðshópi vegna endurskoðunar búvörusamninga. Athygli vekur að formenn eru tveir, þeir Haraldur Benediktsson bóndi og alþingismaður og Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sent skipunarbréf til allra fulltrúanna auk erindisbréfs þar sem verkefni hópsins eru tíunduð.

Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að við afgreiðslu búvörusamninganna árið 2016 hafi verið lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur. Í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hafi fulltrúum fjölgað í annars vegar 12 og hins vegar 13. Um áramótin ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskipa í hópinn og er honum gert að taka mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa:

  • Brynhildur Pétursdóttir, formaður (Neytendasamtökin)
  • Haraldur Benediktsson, formaður (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)
  • Þórlindur Kjartansson (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)
  • Hafdís Hanna Ægisdóttir (umhverfis- og auðlindaráðuneytið)
  • Jóhanna Hreinsdóttir (Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði / Landssamtök sláturleyfishafa)
  • Halldór Árnason (Samtök atvinnulífsins)
  • Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)
  • Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands)

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er lögð áhersla á að hópurinn ljúki störfum sem fyrst og eigi síðar en í lok árs 2018.

„Við skipan hópsins hef ég lagt ríka áherslu á að veita sjónarmiðum neytenda aukna vigt við endurskoðun búrvörusamninganna, m.a. með því að skipa fulltrúa Neytendasamtakanna sem annan formanna hópsins. Þessi fjölbreytti hópur hefur fulla burði til að ná víðtæku samkomulagi um tillögur sem geta orðið grundvöllur að  öflugum atvinnurekstri í landbúnaði og ekki síður skapað meiri sátt um uppbyggingu íslensks landbúnaðar," er haft eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á vef atvinnuvegaráðuneytisins.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f