Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Páfagaukastríð
Fréttir 17. október 2019

Páfagaukastríð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Borgaryfirvöld í Madrid á Spáni ætla að fækka páfagaukum í borginni til að draga úr sýkingahættu. Samkvæmt opinberum tölum hefur grænum munka-páfagaukum, Myiopsitta monachus, fjölgað gríðarlega í borginni og annars staðar á Spáni undanfarin ár.

Nýleg talning sýnir að fuglunum hefur fjölgað úr níu í tólf þúsund á síðastliðnum þremur árum en tölur frá 2005 segja að fuglarnir hafi verið um 1700 í og við borgina. Fuglarnir bárust upphaflega til Evrópu sem gæludýr en vegna þess hversu vel þeir hafa aðlagast náttúrunni í nýjum heimkynnum sínum var lagt bann við að ala þá sem gæludýr á Spáni fyrir átta árum. Líftími fuglanna er 20 til 30 ár.

Samkvæmt yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum í Madrid er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að stemma stigu við enn frekari útbreiðslu fuglanna þar sem þeir eru farnir að keppa við aðrar fuglategundir um æti og ekki síst vegna þess að fuglarnir geta verið smitberar og borið með sér fuglaflensu og salmonellu.

Páfagaukarnir eru hópdýr sem byggja sér stór hreiður úr greinum sem þeir rífa af trjám og getur hreiðurgerð þeirra valdið verulegum skemmdum á trjágróðri þar sem margir fuglar koma saman. Fuglarnir nota sama hreiðrið ár eftir ár og bæta við það á hverju ári og hafa stærstu hreiður vegið allt að 200 kílóum og þar sem greinar trjáa sem hreiðrin eru byggð í hafa átt til að gefa sig undan þunga þeirra er slysahætta af þeirra völdum sögð talsverð.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...