Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Ostur með viðbættri jurtafitu verði tollfrjáls
Fréttir 20. febrúar 2025

Ostur með viðbættri jurtafitu verði tollfrjáls

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Áform eru um breytingu á tollflokkun á mjólkurosti með viðbættri jurtafitu þannig að slíkar vörur falli í tollfrjálsan tollflokk.

Þau koma fram í máli númer 14 í þingmálaskrá fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem frumvarp er kynnt um breytingar á ýmsum lögum, þar með töldum tollalögum.

Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var í Landsrétti í byrjun árs 2022, var kveðið upp úr með að greiða ætti toll af tilteknum osti sem var með viðbættri jurtafitu. Í áformunum er vitnað í álit Alþjóðatollastofnunarinnar (WCO) frá því í mars 2023 sem hafi ekki verið í samræmi við áðurnefnda niðurstöðu íslenskra dómstóla. Þar kemur fram að samkvæmt 189. grein tollalaga sé heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á íslensku tollskránni til samræmis við úrskurði eða álit WCO. Nú sé því áformað að innleiða túlkun WCO og því þurfi að breyta tollskránni með lagabreytingu. Lagabreytingin mun ekki hafa afturvirkt gildi.

Tollflokkunin verði í samræmi við álit WCO

Í svari Jóns Steindórs Valdimarssonar, aðstoðarmanns Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn um tilgang frumvarpsins, segir að Ísland sé aðili að alþjóðlegum samningi um samræmda vörulýsingar- og vöruheitaskrá.

Hann segir að niðurstöður dómstóla í fyrrgreindu dómsmáli hafi ekki verið í samræmi við túlkun WCO. Þá hafi Evrópusambandið (ESB) gert athugasemdir við núgildandi fyrirkomulag og talið það vera viðskiptahindrun. Samkvæmt tollalögum sé heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á íslensku tollskránni til samræmis við úrskurði eða álit WCO.

„Fjármálaráðuneytið hefur haft þessi mál til skoðunar og nýr fjármálaráðherra ákvað að leggja fram umrætt frumvarp til breytingar á íslensku tollskránni þannig að tollflokkun verði framvegis í samræmi við fyrrnefnt álit WCO, og þar með í samræmi við þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem felast í aðild Íslands að WCO og fyrrnefndum samningi um samræmdu tollskrána,“ segir í svari Jóns Steindórs.

Ígildi ársframleiðslu 60 kúabúa

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, segist draga þá ályktun af málinu að breyta eigi íslensku tollskránni þannig að mjólkurvörur sem innihalda að einhverju leyti jurtafitu, falli í tollfrjálsa tollflokka undir vörulið 2106 í íslensku tollskránni.

„Vörur sem innihalda 85–90 prósent mjólkurhráefni en einungis 10–15 prósent hráefni úr jurtaríkinu, á hér að fara að flokka sem jurtavörur með opinberu inngripi sem að auki ómerkir þegar fengnar niðurstöður dómstóla hér á landi.

Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á íslenskan markað fyrir mjólkurafurðir og þar með íslenska mjólkurframleiðendur. Umrædd vara, rifinn ostur, er ígildi ársframleiðslu 60 kúabúa í dag. Ef þetta á að taka til fleiri vara erum við að tala um tugi milljóna lítra til viðbótar.“

– Framhald á síðu 2. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...