Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Asnar, sem er þarfasti þjónn fátækra bænda í Kenía, enda oft á matseðli Kínverja. Mynd / Þóranna M. Sigurbergsdóttir.
Asnar, sem er þarfasti þjónn fátækra bænda í Kenía, enda oft á matseðli Kínverja. Mynd / Þóranna M. Sigurbergsdóttir.
Fréttir 27. janúar 2020

Ösnum stolið í stórum stíl

Höfundur: Vilmundur Hansen
Þjófnaður á ösnum er vaxandi vandamál í Afríkuríkinu Kenía og er nú svo komið að kirkjunnar menn í landinu hafa stigið fram og sagt að stöðva verði atferlið. Ekki sé nóg að sárafátækir bændur hafi ekki ráð á að missa asnana því það sé bæði ólöglegt og synd að stela.
 

Asnar eru þarfasti þjónn smábænda í Kenía þar sem þeir þjóna sem burðar- og dráttardýr en þeir eru almennt ekki borðaðir í landinu. Viðkoma þeirra er lág og það tekur nokkur ár að ala þá upp og þeir því dýrir á mælikvarða fátæks fólks. 

Algengara en búast má við

Þóranna M. Sigurbergsdóttir trúboði, sem var í Kenía í lok síðasta árs ásamt eiginmanni sínum, segir að asnastuldurinn og hversu algengur hann er hafi komið henni verulega á óvart þegar hún frétti fyrst af honum. „Einn daginn þegar við vorum í Kenía hittum við vinkonu okkar og var hún að koma af prestafundi. Hún sagði okkur að þar hefði verið fjallað um mikilvægt málefni. Við spurðum nánar út í það og hún sagði okkur að þau hefðu verið að ræða um asna. Við kváðum við og hún sagði okkur að það væri verið að stela ösnum í stórum stíl.“

Kjötið selt til Kína

Stolnu asnarnir eru seldir í sláturhús og asnakjötið sent og selt í Kína. Þeir sem eiga asna í Kenía eru yfirleitt fátækt fólk til sveita og er lífsbjörg þeirra að flytja vörur á kerrum sem asnarnir draga.
Þóranna segir að ef heldur fram sem horfir þá geti ösnum í Kenía hreinlega verið útrýmt. „Prestar í Kenía vilja banna slátrun á ösnum í landinu en sláturhúsaeigendur sem eru efnaðir sjá hag sinn í að halda slátruninni áfram og selja það til Kína. Stundum er asnakjöt selt sem annað kjöt, til dæmis nautakjöt, og fæst þá hærra verð fyrir það.“

Geta ekki varið sig

„Fátækir bændur og asnaeigendur í Kenía geta ekki varið sig sjálfir fyrir þjófunum sem yfirleitt koma í skjóli nætur og stela dýrunum. Að mínu mati er það því gott að prestar í landinu stígi fram fyrir hönd bændanna og bendi á að þetta sé ekki boðlegt lengur. Það er margs konar barátta sem þarf að heyja fyrir réttlætis sakir,“ segir  Þóranna M. Sigurbergsdóttir.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...