Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur var ýtt úr vör hjá RML í vikunni.
Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur var ýtt úr vör hjá RML í vikunni.
Mynd / Anna Guðrún Grétarsdóttir
Fréttir 9. mars 2023

Örmerkingarmönnum hrossa býðst samstarf við Matís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur hrossa var ýtt úr vör hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sl. mánudag, 6. mars.

Nú býður Matís öllum aðilum sem hafa réttindi til örmerkinga hrossa á Íslandi að stofna til viðskipta og að skila DNA-sýnum inn til greiningar og úrvinnslu. Niðurstöður sýna eru vistaðar í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng.

„Fram til þessa hefur sýnataka úr hrossum, til úrvinnslu Matís, einvörðungu verið á hendi dýralækna, starfsfólks RML og Búnaðarsambanda en með stærri hópi sýnatökufólks standa vonir til að fjölga megi sýnatökum til muna; fjölga DNA-greindum hrossum. Ath. að hér ræðir um stroksýni úr nösum hrossa (eða hársýni) en blóðsýnatökur eru eingöngu á hendi dýralækna.

Starfandi og virkir örmerkingamenn ættu flestir að hafa allt sem til þarf, þekkingu á skráningarferli í WFeng, aðgengi að örmerkjaskanna og möguleikann á að örmerkja hross samhliða sýnatöku en það er ófrávíkjanleg krafa að sýni eru eingöngu tekin úr þegar örmerktum gripum,“ segir í tilkynningu frá RML.

Áhugasamir örmerkingamenn eru hvattir til að setja sig í samband sérfræðinga Matís til að fá frekari upplýsingar og nálgast sýnatökubúnað.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...