Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Opið fyrir umsóknir
Mynd / Lily Banse, Unsplash
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Þetta verður í fimmta sinn sem úthlutað er úr Matvælasjóð, en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.

Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum; Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi um allt að þrjár milljónir króna, Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu um allt að 30 m.kr., Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og leiða af sér afurð, sem er þó ekki tilbúin til markaðssetningar um allt að 30 m.kr. og Fjársjóður styrkir sókn á markaði og hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri um allt að 30 m.kr.

Úthlutað var fyrst úr sjóðnum árið 2020, þá hlutu 62 verkefni samtals 480 m.kr. Árið 2021 hlutu 64 verkefni styrki upp á alls 566,6 m.kr. Árið 2022 hlutu 58 verkefni samtals 584,6 m.kr. Í fyrra var úthlutað 577 m. kr. fyrir 53 verkefni.

Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar en tekið er við umsóknum í gegnum afurd.is.

Skylt efni: matvælasjóður

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...