Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ólöglegar veiðar á sæbjúgum hala inn milljónum
Fréttir 15. október 2018

Ólöglegar veiðar á sæbjúgum hala inn milljónum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólöglegar veiðar á sæbjúgum út af Seattle á norðausturströnd Bandaríkjanna eru farnar að hafa áhrif á stofnstærð. Þetta er eftirsótt fæða og notuð í lyf í Kína.

Nýlega var fyrirtæki í Seattle dæmt til hárrar sektar fyrir langvarandi ólöglegar veiðar og sölu á sæbjúgum út af strönd Washington-ríkisins. Upp komst um athæfið þegar fyrirtækið ætlaði að selja rúm hundrað tonn af ólöglega veiddum sæbjúgum til Kína. Talið er að ólöglegar veiða á sæbjúgum í hafinu út af Washington-ríki velti um tugum milljóna bandaríkjadala á ári.

Fyrirtækið sem um ræðir er leiðandi í veiðum, vinnslu og sölu á sæbjúgum í Bandaríkjunum og er talið að það hafi um margra ára skeið selt ólöglega veidd sæbjúgu til Kína.

Ginseng hafsins

Sæbjúga, eða hraunpussa eins og dýrið var í eina tíð kallað hér á landi, er vinsælt sem matur og í lyf í Kína og eftirsókn eftir þeim hefur verið að aukast og kvikindið stundum kallað ginseng hafsins. Hér á landi eru meðal annars framleidd hylki úr sæbjúgum sem eiga að verka gegn stirðleika í liðum. Auk þess sem sæbjúgu eru seld til Kína, bæði þurrkuð og frosin.

Ráðgjöf Hafró á Íslandi

Líkt og hér á landi eru veiðar á sæbjúgum við Bandaríkin bundnar í kvóta. Hafrannsóknastofnun ráðleggur veiðar hér í samræmi við varúðarnálgun að afli á sæbjúga fiskveiðiárið 2018/2019 fari ekki yfir 1.731 tonn á skilgreindum veiðisvæðum; 644 tonn í Faxaflóa, 985 tonn við Austurland (norður; 245 t, suður; 740 t) og 102 tonn í Aðalvík. Jafnframt er lagt til að skilgreint veiðisvæði í Faxaflóa verði stækkað í samræmi við útbreiðslu veiðanna og að lokað svæði frá árinu 2010 verði opnað fyrir veiðum. Einnig er lagt til að veiðisvæði í Aðalvík verði stækkað í samræmi við útbreiðslu veiða, svo og veiðisvæði við Austurland sem verði jafnframt skipt upp í norður- og suðursvæði. Lagt er til að allar sæbjúgnaveiðar verði bannaðar á skelmiðum í Breiðafirði og veiðar utan skilgreindra veiðisvæða háðar leyfum til tilraunaveiða.

Skylt efni: veiðar | sæbjúga

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...