Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verð á minkaskinni hækkaði um 15% á uppboði Köbenhagen Furs en er enn undir kostnaðarverði.
Verð á minkaskinni hækkaði um 15% á uppboði Köbenhagen Furs en er enn undir kostnaðarverði.
Mynd / VH
Fréttir 14. mars 2023

Öll skinn seld undir kostnaðarverði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að öll skinn hafi selst á uppboði Köbenhagen Furs og þokkaleg sala hafi verið fyrsta uppboðsdaginn hjá Saga Furs er verð enn undir kostnaðarverði.

Einar E. Einarsson, formaður búgreinadeildar loðdýra. Mynd/H.Kr.

Loðdýraeldi hér og víða annars staðar, sérstaklega í Evrópu, hefur átt undir högg að sækja vegna hruns á skinnaverði 2016. Sala skinnanna hefur verið dræm og verð fyrir þau undir framleiðslukostnaði. Útkoma uppboðanna núna mun því hafa afgerandi áhrif á framtíð loðdýraeldis og þeirra átta búa sem starfandi eru hér á landi sem nú þegar standa á brauðfótum.

Einar E. Einarsson, bóndi að Skörðugili og formaður deildar loðdýrabænda, segir vissulega jákvætt að öll skinn í boði hafi selst í Kaupmannahöfn en að á sama tíma hafi uppboðið verið lítið, um 1,7 milljón skinn. Öll skinnin seldust undir framleiðsluverði þrátt fyrir að þau hafi hækkað um 15% frá síðasta uppboði Köbenhagen Furs.

Uppboð Saga Furs í Finnlandi hófst 7. mars og stendur í viku og þar verða boðin upp fimm milljón minkaskinn auk annarra skinna. „Eftir fyrsta dag uppboðsins er ljóst að salan gengur ekki jafn vel og í Kaupmannahöfn. Megnið af því sem búið er að bjóða hefur selst en hækkun á verði skinnanna er minni en hjá Köbenhagen Furs.“

Lítið uppboð í Kaupmannahöfn

„Uppboðið hjá Köbenhagen Furs er það fyrsta í langan tíma þar sem kaupendur voru í salnum en uppboðið var fremur smátt í sniðum miðað við mörg önnur uppboð þar sem fjöldi skinna er yfirleitt milli fjögur og sex milljón. Asíumarkaður hefur verið mikið til lokaður en á þessum uppboðum var merki um að hann væri að koma til baka.

Það jákvæðasta við uppboðin er að skinnin eru að seljast og verð hefur hækkað lítillega þrátt fyrir að það sé enn töluvert undir framleiðslukostnaði.“

Hreyfing á markaði

Einar segir að þessi tvö uppboð séu mjög afgerandi fyrir hvað muni gerast á þessum markaði og loðdýrarækt hér á landi.

„Þrátt fyrir að verðið sem fékkst fyrir skinnin hafi verð lágt seldust þau að minnsta kosti og því einhver hreyfing á markaðinum. Við loðdýrabændur gleðjumst eins og hægt er yfir hækkuninni en þar vita allir að það þarf mun meira til ef greinin á að lifa.“

Skylt efni: Loðdýr | loðskinn

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...